Home Fréttir Í fréttum Sigurveig nýr fjármálastjóri Landstólpa

Sigurveig nýr fjármálastjóri Landstólpa

103
0
Sigurveig útskrifaðist með BS-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998. Ljósmynd: Aðsend mynd

Sigurveig Sigurðardóttir, viðskiptastjóri Íslandsbanka á Selfossi, hefur verið ráðin fjármálastjóri Landstólpa.

<>

Sigurveig Sigurðardóttir, viðskiptastjóri Íslandsbanka á Selfossi, hefur verið ráðin fjármálastjóri Landstólpa og hefur þar störf 1. september nk.

Hún útskrifaðist með BS-próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1998, var þá ráðin þjónustustjóri Íslandsbanka á Selfossi og síðan viðskiptastjóri 2002.

„Ég hef í störfum fyrir bankann kynnst fjölda fólks og fyrirtækja í öllum atvinnugreinum á svæðinu, þar á meðal Landstólpa. Þegar mér bauðst þar starf var óþarfi að hugsa sig lengi um enda Landstólpi spennandi og framsækið fyrirtæki,“ segir Sigurveig.

„Sigurveig er grandvör og traust og ég vænti mikils af þekkingu hennar og reynslu“

Landstólpi var stofnaður árið 2000 og er með aðsetur sitt á Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það velti um 2,6 milljörðum króna á árinu 2022, þar af var um helmingur veltunnar á mannvirkjasviði. Landstólpi flytur inn vélar, tæki og tól fyrir landbúnað og fleiri atvinnugreinar, dýrafóður og þjónustu- og rekstrarvörur af ýmsu tagi.

„Sigurveig er grandvör og traust og ég vænti mikils af þekkingu hennar og reynslu, til dæmis við að skerpa á áherslum starfssviðanna hjá okkur og straumlínulaga enn frekar einstaka þætti og reksturinn í heild. Alltaf er gott að fá ferska, utanaðkomandi sýn á uppbyggingu fyrirtækis og starfsemi til að þróa það markvisst, vel og örugglega,“ segir Arnar Bjarni Eiríksson, framkvæmdastjóri Landstólpa.

Heimild: VB.is