Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja ellefu nýjar hentugar íbúðir í Neskaupstað

Vilja byggja ellefu nýjar hentugar íbúðir í Neskaupstað

64
0
Mynd: Austurfrett.is

Byggingarfyrirtækið Nestak hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýju fjölbýlishúsi að Sólbakka í Neskaupstað. Þar verða ellefu 80 fermetra íbúðir í boði ef allt gengur eftir.

<>

Líkt og víðast annars staðar á Austurlandi er sár skortur á húsnæði í flestum byggðakjörnum og það einnig raunin í Neskaupstað að sögn Vilhjálms Skúlasonar, húsasmiðs og eins eigenda Nestaks.

„Leyfin eru ekki fengin að svo stöddu en við erum bjartsýnir á að það ferli gangi vel svo við getum hafið vinnu strax með haustinu.

Hér er um ræða tveggja hæða fjölbýlishús með einum ellefu íbúðum sem hver um sig er um 80 fermetrar að stærð. Það er hentug stærð fyrir fólk sem er að byrja að búa og henta jafnframt vel til leigu en töluverð eftirspurn hefur bæði verið á kaup- og leiguíbúðum hér sem annars staðar.“

Hugmyndin er að nota forsteyptar einingar í húsið en teikningar liggja ekki alveg fyrir að svo stöddu að sögn Vilhjálms. „Við erum með teikningar að húsinu en það þarf að breyta þeim lítið eitt áður en hafist er handa.“

Aðspurður um hvort þessi tegund húsnæðis hafi hugsanlega verið ákveðin með óformlegri skoðanakönnun hlær Vilhjálmur við en segir svo ekki vera.

Ástæðan sú að fyrirtækið forvitnaðist um það á fésbókarvef sínum í maí síðastliðnum hvað fyrirtækið ætti að taka fyrir hendur næst. Lögðu þar ýmsir til hugmyndir og meðal annars að slíku fjölbýlishúsi sem nú er áætlað að byggja.

„Þetta á sér nú reyndar lengri aðdraganda en það en það gott að fá álit sem flestra enda vantar ýmis konar íbúðir hér í bæinn.“

Heimild: Austurfrett.is