Múlaþing óskar eftir tilboðum í eignina Garð, Hafnargötu 42 á Seyðisfirði. Garður er einlyft, portbyggt íbúðarhús með kvisti á steyptum kjallara byggt árið 1921.
Stærð húss er 190 m2 að grunnfleti.
Sú kvöð fylgir sölu á eigninni að hún verði flutt á nýja lóð við Leirubakka 11.
Leirubakki 11 er ný lóð við enda götunnar Leirubakka sem fyrirhugað er að stofna í kjölfar sölunnar en hún hefur þegar verið grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum með byggingarskilmálum sem passa við Garð.
Leirubakka 11 verður úthlutað til kaupanda miðað við gildandi reglur um úthlutun lóða hjá Múlaþingi að því frátöldu að lóðarúthlutunargjald og gatnagerðargjöld verða felld niður.
Kaupandi skal standa skil á öðrum gjöldum samkvæmt gjaldskrá skipulags og byggingarmála s.s. niðurrifs- og byggingaleyfisgjöld.
Gerð er sú krafa á kaupendur að þeir ljúki frágangi, á lóðinni Hafnargötu 42 og skili henni án mannvirkja og sléttri innan tveggja ára frá kaupsamningi.
Tilboðum skal skila á netfangið utbod@mulathing.is fyrir kl 14 þann 5. september og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem mæta. Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vakin er athygli á því að Múlaþing kann að kalla eftir frekari gögnum eftir opnun tilboða ef þörf er á.
Hægt er að fá að skoða eignina og skal hafa samband við skrifstofu Múlaþings á Seyðisfirði með óskir um slíkt. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Hugrúnu Hjálmarsdóttur hugrun.hjalmarsdottir@mulathing.is.
Heimild: Mulathing.is.