Home Fréttir Í fréttum Út­lit fyrir að hægi á í­búða­upp­byggingu

Út­lit fyrir að hægi á í­búða­upp­byggingu

103
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Sam­kvæmt nýjustu talningu HMS fóru færri ný byggingar­verk­efni af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Verða mun færri nýjar íbúðir í byggingu árið 2025 en síðustu ár.

<>

Velta í byggingar­iðnaði eykst enn og hafa ekki fleiri starfað í greininni frá árinu 2008. Nýjar í­búðir eru enn að rísa með svipuðum hraða og í fyrra en í­búðum á fyrsta byggingar­stigi fjölgar þó ekki eins og síðustu ár.

Sam­kvæmt Hag­s­já Lands­bankans eru þó vís­bendingar um að fleiri í­búðir í byggingu standi ó­kláraðar en áður.

Tæp­lega tvö þúsund nýjar í­búðir hafa risið á Ís­landi á árinu sem er á­líka upp­bygging og í fyrra. Mun það þó vera nokkuð færri í­búðir en árin þar á undan og í­búða­upp­bygging er nokkuð langt frá því að vera í há­marki.

Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun spáir því að 2.843 nýjar í­búðir verði full­búnar á árinu, á­líka margar og í fyrra, og 2.814 á næsta ári, sam­tals 5.657.

Vís­bendingar eru þó um að það sé farið að hægja á en HMS spáir því að nýjar í­búðir verði mun færri árið 2025 en nú, 1.983 talsins.

Sam­kvæmt nýjustu talningu HMS fóru færri ný byggingar­verk­efni af stað milli síðustu tveggja talninga en áður. Fram­kvæmdir hófust á 1.583 í­búðum milli talninga, þ. e. milli septem­ber á síðasta ári og mars á þessu ári.

Í septem­bertalningunni voru nýjar fram­kvæmdir 2.574 og í marstalningunni 2022 voru þær 2.687.

Íbúðum á öðru framvindustigi fækkar
Hefur í­búðum á síðari byggingar­stigum fjölgað meira en þeim á fyrri stigum sem gefur til kynna að verk­takar setji í for­gang að klára þau verk­efni sem þegar eru hafin og hefjist síður handa við ný.

Í­búðum á fyrsta fram­vindu­stigi standa í stað milli talninga en þeim hefur vana­lega fjölgað. Þá fækkar í­búðum á öðru fram­vindu­stigi.

Í­búðum á fjórða byggingar­stigi hefur fjölgað mest og ó­venju­margar í­búðir hafa haldist á því byggingar­stigi frá síðustu talningu, í septem­ber.

Tekið er þó fram að í­búðum í byggingu hefur fjölgað sí­fellt milli talninga HMS. Þær voru 8% fleiri í mars en í septem­ber og 21% fleiri í mars í ár en í mars í fyrra.

Sú fjölgun skýrist þó ekki af auknum krafti í upp­byggingu heldur virðist meira um það en áður að fram­vinda í upp­byggingu í­búða standi í stað.

Þriðjungur starfsmanna innflutt vinnuafl
Sam­kvæmt virðis­auka­skatt­skýrslum var velta í byggingar­iðnaði 17% meiri í mars og apríl á þessu ári en í sömu mánuðum í fyrra, á föstu verð­lagi, og 36% meiri en í sömu mánuðum árið 2021. Munurinn milli ára er svipaður og verið hefur síðustu mánuði.

Alls starfa tæp­lega 19 þúsund manns í byggingar­iðnaði en alls ekki allir starfa við byggingu í­búðar­hús­næðis. Sam­kvæmt Hag­stofunni reiðir byggingar­starf­semi sig á að­fluttu vinnu­afli en 34% starfs­fólks í greininni eru inn­flytj­endur.

Heimild: Vb.is