Home Fréttir Í fréttum 2,7 milljarða uppbygging

2,7 milljarða uppbygging

199
0
Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að frá árinu 2018 hafi yfir 4,7 milljörðum verið veitt úr landsáætlun til efnislegra innviða á yfir 170 stöðum um allt land og „hafa umsjónaraðilar margra svæðanna unnið þrekvirki við að gera staðina betur í stakk búna til þess að taka á móti auknum gestafjölda.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 908 millj­ón­um króna verður út­hlutað úr Landsáætl­un um upp­bygg­ingu innviða á þessu ári sam­kvæmt út­hlut­un fjár­muna til upp­bygg­ing­ar innviða og nátt­úru­vernd­ar á ferðamanna­stöðum sem samþykkt hef­ur verið af Guðlaugi Þór Þórðar­syni um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra.

<>

Gert er ráð fyr­ir um 2,7 millj­arða króna fram­lagi til næstu þriggja ára, að því er ráðuneytið grein­ir frá í til­kynn­ingu. 

Úthlut­an­ir árs­ins munu gera kleift að halda áfram því mik­il­væga verk­efni að byggja upp efn­is­lega innviði á ferðamanna­stöðum, s.s. göngu­stíga, út­sýn­ispalla, bíla­stæði og sal­erni. Auk­in áhersla er á lang­tíma­áætlan­ir í upp­bygg­ingu staða, en einnig á aukna miðlun og merk­ing­ar, ekki síst á stöðum þar sem sam­spil er á milli nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legra minja, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur, að landsáætl­un um upp­bygg­ingu innviða til vernd­ar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­leg­um minj­um sé stefnu­mark­andi áætl­un sem Alþingi hafi samþykkt árið 2018. Verk­efna­áætlan­ir eru gerðar til þriggja ára og eru upp­færðar á hverju ári. Ný verk­efna­áætl­un sem ráðherra hef­ur nú kynnt nær til ár­anna 2023-2025.

Þá seg­ir, að alls séu nú 127 verk­efni á áætl­un næstu þriggja ára á rúm­lega 82 ferðamanna­stöðum, þar af séu 56 ný verk­efni sem bæt­ist við að þessu sinni.

„Þar má nefna gerð hring­leiðar um Stöng og Gjána í Þórsár­dal, und­ir­bún­ing að end­ur­nýj­un brú­ar yfir Öxará á Þing­völl­um og upp­bygg­ingu stíga­kerf­is í Þing­valla­hrauni, upp­bygg­ingu göngu­stígs og vatns­sal­erna í Vatns­firði, gerð út­sýn­ispalla, án­ing­ar­bekkja og þurr­sal­erna í norður­hluta Vatna­jök­ulsþjóðgarðs, áfram­hald upp­bygg­ing­ar innviða fyr­ir ferðamenn í Ólafs­dal í Gils­firði, hönn­un og fram­kvæmd­ir við ferðamannastaðinn Hvítserk, göngu­stíga við Jök­uls­ár­lón og stækk­un bíla­stæðis við Keld­ur á Rangár­völl­um.

Áfram verður haldið með upp­bygg­ingu á Gull­fossi með það að mark­miði að koma til móts við ólíka hópa ferðamanna. Þá er stefnt að því að ljúka upp­bygg­ingu á Geys­is­svæðinu á gild­is­tíma áætl­un­ar­inn­ar í sam­ræmi við stjórn­un­ar- og verndaráætl­un fyr­ir svæðið,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Heimild: Mbl.is