Home Fréttir Í fréttum Kostnaðarsamir flutningar Höfða

Kostnaðarsamir flutningar Höfða

197
0
Frá uppsetningu á malbikunarstöð á nýju starfssvæði Höfða að Álhellu í Hafnarfirði Ljósmynd: Aðsend mynd

„Flutningar starfseminnar hafa verið kostnaðarsöm aðgerð fyrir félagið ásamt því að vera flókin og tímafrek framkvæmd,“ segir stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem er í eigu borgarinnar.

<>

Malbikunarstöðin Höfði, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, hagnaðist um tíu milljónir króna árið 2022 en afkoman síðustu þrjú ár hefur verið nokkuð dræm sem má m.a. rekja til flutninga á starfsemi félagsins.

Að sama skapi hefur afkoma og velta samkeppnisaðila aukist töluvert undanfarin ár og nam sem dæmi hagnaður Malbikstöðvarinnar ehf. 737 milljónum í fyrra.

Velta Höfða jókst um 14% á milli ára og nam 1,34 milljörðum en var enn um 29% minni en á árinu 2019. Í skýrslu stjórnar segir að framleiðsla á árinu 2022 hafi verið minni en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Miðað við framkvæmdaáform opinberra aðila á höfuðborgarsvæðinu gerir félagið ráð fyrir að framleiðsla aukist aftur næstu árin.

„Mikil samkeppni er í framleiðslu á malbiki sem hefur áhrif á sölu malbiks miðað við fyrri ár en fjöldi verktaka sem hafa yfir að ráða tekjum til að leggja út malbik er takmarkaður.“

Mynd: Vb.is

Heimild: Vb.is