Talið er að fjárfesting Rauðukamba vegna byggingar Fjallabaðanna og Gestastofur við Selárhöfða sé um 8 milljarðar króna.
Skipulagsstofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Fjallaböðin, sem stendur til að byggja í Þjórsárdal, þurfi ekki að fara í umhverfismat.
Óvissa ríkti um hvenær framkvæmdir gætu hafist eftir umsögn Umhverfisstofnunar í júní um að gera þyrfti umhverfismat á uppbyggingu Fjallabaðanna. Skipulagsstofnun skarst í málið og hefur komist að þeirri niðurstöðu að slíkt sé óþarfi.
Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna, fagnar ákvörðuninni í samtali við Morgunblaðið. Hann segir ákvörðunina ekki koma sér á óvart enda sé hún í samræmi við niðurstöðu sem fékkst 2019 og hefur uppbyggingin lítið breyst síðan þá.
Talið er að fjárfesting Rauðukamba vegna byggingar Fjallabaðanna og Gestastofur við Selárhöfða sé um 8 milljarðar króna.
Framkvæmdir hefjast í vetur og er vonast til að opna Fjallaböðin um áramótin 2025- 2026.
Heimild: Vb.is