Home Fréttir Í fréttum Fjalla­böðin þurfa ekki að fara í um­hverfis­mat

Fjalla­böðin þurfa ekki að fara í um­hverfis­mat

129
0
Fjallaböðin og Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri. Ljósmynd: Samsett

Talið er að fjár­festing Rauðu­kamba vegna byggingar Fjalla­baðanna og Gesta­stofur við Selár­höfða sé um 8 milljarðar króna.

<>

Skipu­lags­stofnun hefur komist að þeirri niður­stöðu að Fjalla­böðin, sem stendur til að byggja í Þjórs­ár­dal, þurfi ekki að fara í um­hverfis­mat.

Ó­vissa ríkti um hve­nær fram­kvæmdir gætu hafist eftir um­sögn Um­hverfis­stofnunar í júní um að gera þyrfti um­hverfis­mat á upp­byggingu Fjalla­baðanna. Skipu­lags­stofnun skarst í málið og hefur komist að þeirri niður­stöðu að slíkt sé ó­þarfi.

Magnús Orri Schram, fram­kvæmda­stjóri Fjalla­baðanna, fagnar á­kvörðuninni í sam­tali við Morgun­blaðið. Hann segir á­kvörðunina ekki koma sér á ó­vart enda sé hún í sam­ræmi við niður­stöðu sem fékkst 2019 og hefur upp­byggingin lítið breyst síðan þá.

Talið er að fjár­festing Rauðu­kamba vegna byggingar Fjalla­baðanna og Gesta­stofur við Selár­höfða sé um 8 milljarðar króna.

Fram­kvæmdir hefjast í vetur og er vonast til að opna Fjalla­böðin um ára­mótin 2025- 2026.

Heimild: Vb.is