Home Fréttir Í fréttum „Eina vitið að setja niður djúpgáma við fjölbýli“

„Eina vitið að setja niður djúpgáma við fjölbýli“

109
0
Ruslatunnurnar á stæðinu eru 35 talsins og þjóna 46 íbúum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Eina vitið til þess að redda þessu end­an­lega er að setja niður djúp­gáma,“ seg­ir Vil­berg Ágústs­son, formaður hús­fé­lags í blokk­ar­kjarna í Hrafn­hól­um í Breiðholti.

<>

Inn­leiðing á nýju sorp­flokk­un­ar­kerfi, í sam­ræmi við ný lög um hringrás­ar­hag­kerfi, er vel á veg kom­in. Lög­in kveða á um að íbú­um sé skylt að flokka heim­il­isúr­gang í fjóra flokka við heim­ili og því nauðsyn­legt sam­hliða að fjölga sorptunn­um við hvert heim­ili.

Mark­miðið var þó að fjölga tunn­um eins lítið og hægt væri og leit­ast við að koma þeim fyr­ir í þeim rým­um sem þegar voru fyr­ir hendi.

„Það hlýt­ur að vera mjög víða í blokk­um núna, svona til að byrja með, að það þurfi að koma þessu út fyr­ir,“ seg­ir Vil­berg. Hingað til hef­ur sorp­inu verið hent niður í ruslageymsl­una í gegn­um sorplúg­ur, seg­ir hann og bæt­ir við að nú þurfi hins veg­ar að loka lúg­un­um, enda þurfi að flokka allt.

„Þar með þurfa all­ir að fara niður tröpp­ur í ruslageymsl­una, en þess­ar tröpp­ur eru ekki boðleg­ar fyr­ir full­orðið fólk,“ seg­ir Vil­berg. Því þurfti að grípa til þess ráðs að koma tunn­un­um fyr­ir fyr­ir utan blokk­ar­kjarn­ann. Þar sem um er að ræða 35 rusla­tunn­ur, fyr­ir 46 íbúðir, var ekki hægt að koma þeim fyr­ir hvar sem var.

Tunn­un­um hef­ur því verið komið fyr­ir á bíla­stæði við end­ann á blokk­inni og þær bundn­ar sam­an til bráðabirgða. Þá er stefn­an að smíða utan um þær rusla­skýli til þess að þær fjúki ekki í vet­ur.

Þótt Vil­berg sé ánægður með að málið hafi verið leyst með þess­um hætti, þá seg­ir hann „eina vitið að redda þessu end­an­lega með því að setja niður djúp­gáma“. Það er þó kostnaðar­söm lausn og ekki ljóst hvort það sé þá borg­ar­inn­ar eða íbú­anna sjálfra að greiða fyr­ir los­un á þeim.

Heimild: Mbl.is