Home Fréttir Í fréttum Vélsmiðja Orms og Víglundar kaupir Stálsmiðjuna-Framtak

Vélsmiðja Orms og Víglundar kaupir Stálsmiðjuna-Framtak

178
0
Bæði fyrirtækin hafa annast viðgerðar- og viðhaldsþjónustu á skipum ásamt málmsmíði. Ljósmynd: Aðsend mynd

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. á öllu hlutafé í Stálsmiðjunni-Framtak ehf.

<>

Vélsmiðja Orms og Víglundar ehf. hefur keypt allt hlutafé í Stálsmiðjunni-Framtak ehf. og hefur Samkeppniseftirlitið staðfest að það muni ekki aðhafast frekar vegna kaupanna.

Kaupsamningur var undirritaður þann 1. ágúst 2023 og var KPMG ráðgjafi beggja aðila í viðskiptunum.

Bæði fyrirtækin hafa annast viðgerðar- og viðhaldsþjónustu á skipum ásamt málmsmíði og þjónustu við stóriðju og iðnaðarfyrirtæki.

Í tilkynningu segir að með kaupunum séu aðilar sannfærðir um að til verði sterkari eining sem gerir aðilum betur kleift að takast á við alþjóðlegan samkeppnismarkað í skipaviðgerðum ásamt því að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu og hafi bolmagn til þess að takast á við stærri verkefni.

Heimild; Vb.is