Home Fréttir Í fréttum Ný ytri höfn forsenda nýrrar hátæknvinnslu FISK Seafood

Ný ytri höfn forsenda nýrrar hátæknvinnslu FISK Seafood

63
0
Á Sauðárkróki. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Skagafirðingar vilja meiri hraða en kynntur er í drögum að samgönguáætlun frá innviðaráðuneytinu.

<>

Byggðaráð Skagafjarðar segir brýnt að hraða framkvæmdum við nýja ytri höfn á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í umfjöllun ráðsins um drög að samgönguáætlun sem innviðaráðuneytið hefur kynnt.

Í bókun byggðaráðsins er því fagnað að framkvæmdir við nýja ytri höfn á Sauðárkróki séu framundan en ráðið kveðst leggja ríka áherslu á að þeim framkvæmdum verði hraðað enn frekar og þeim lokið eigi síðar en snemma árs 2026.

„Fyrir því liggja brýnar ástæður sem eru annars vegar að þær eru forsenda uppbyggingar nýrrar hátæknifiskvinnslu FISK Seafood á Sauðárkróki og hins vegar að þær eru jafnframt forsenda þess að orkuskipti geti átt sér stað í skipaflota fyrirtækisins og að Sauðárkrókshöfn verði til framtíðar viðkomustaður strandflutninga. Orkuskipti kalla á hafnaraðstöðu sem tekur á móti skipum sem rista dýpra en núverandi höfn á Sauðárkróki ræður við,“ segir í bókun byggðaráðsins.

Heimild: Vb.is