Home Fréttir Í fréttum Skipta út möstrum við Fljótsdalsstöð

Skipta út möstrum við Fljótsdalsstöð

81
0
Mynd: Austurfrett.is

Verktakar á vegum Landsnets vinna um þessar mundir að því að skipta um möstur í Kröflulínu 2 þar sem hún leggur niður Teigsbjarg að Fljótsdalsstöð.

<>

Fjórum síðustu möstrunum, sem eru hefðbundin grindarmöstur, verður skipt út fyrir sérstaklega hönnuð möstur sem heita Fuglinn. Samskonar möstur eru í Kröflulínu 3 á þessum stað.

Þessi skipt á möstrum eru hluti af samkomulagi sem Landsnet gerði við Fljótsdalshrepp þegar leyfi fékkst til að reisa Kröflulínu 3. Samkomulagið gekk út á að möstur, sem sýnileg eru úr Fljótsdal, yrðu eins í báðum línum og sérstaklega hönnuð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru þessi möstur nokkuð dýrari en hefðbundin möstur.

Heimild: Austurfrett.is