Home Fréttir Í fréttum Viðræður um 285 herbergja hótel

Viðræður um 285 herbergja hótel

104
0
Hótelið er á reit F1, sem er á horni Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar.

Samlagshlutafélagið 105 Miðborg, sem er í stýringu Íslandssjóða og heldur utan um byggingu fasteigna á Kirkjusandi, hagnaðist um 20 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 111 milljóna króna tap árið áður.

<>

Í skýrslu stjórnar um starfsemi á árinu segir meðal annars að unnið hafi verið að hugmyndavinnu í kringum atvinnuhúsnæði á F1 reit, sem stendur á horni Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar. Komið var fyrir allt að 285 hótelherbergjum en viðræður við hótelrekstraraðila stóðu yfir allan seinni hluta árs um þann reit.

Jónas Þór Jónasson, sjóðstjóri hjá Íslandssjóðum, segir í samtali við Viðskiptablaðið að þau finni fyrir vaxandi áhuga á hótelinu og gera fastlega ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið í kringum næsta vetur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í gærmorgun.

Heimild: Vb.is