Home Fréttir Í fréttum Kostnaður langt yfir áætlunum

Kostnaður langt yfir áætlunum

237
0
Til stendur að halda áfram framkvæmdum í lok ágúst. Ljósmynd/Ragnhildur Hjaltadóttir

Brátt eru tvö ár liðin frá því að Miðgarðakirkja í Gríms­ey brann til grunna. Fljót­lega var haf­ist handa við að safna fé til þess að hægt væri að reisa nýja kirkju, en fram­kvæmd­ir hafa farið nokkuð fram úr áætl­un­um og því enn ekki tek­ist að ljúka verk­inu.

<>

Að sögn Al­freðs Garðar­son­ar, sókn­ar­nefnd­ar­for­manns Miðgarðasókn­ar, hafa fram­kvæmd­ir farið tals­vert fram úr upp­haf­legri kostnaðaráætl­un. „Þetta er búið að vera miklu dýr­ara en við átt­um von á. Kostnaðaráætl­un sem gerð var í byrj­un átti að vera hundrað millj­ón­ir, eða talað um 103 til 120. En það er nú þegar komið í þá tölu,“ seg­ir hann.

Grein­ir hann frá því að fram­kvæmd­ir hafa verið stopp síðan um ára­mót þegar í ljós kom að kostnaður væri kom­inn fram úr áætl­un. „Eins og flest­ir vita erum við búin að vera stopp síðan um ára­mót. Við för­um af stað seinni part­inn í ág­úst og ætl­um að gera skrúðhúsið og viðbygg­ing­una við kirkj­una. Svo verður farið í stétt­ina og að lag­færa í kring­um húsið,“ seg­ir hann.

Um fram­haldið seg­ir Al­freð að haldið verði áfram að safna. „Þegar komið var í þessa upp­hæð sem við átt­um þá ákváðum við að stöðva verkið. Við vild­um ekk­ert fara í neina skulda­vit­leysu. Við ætluðum fyrst að reyna að gera þetta á einu ári, en þetta verður ein­hver ár að klár­ast,“ seg­ir hann.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is