Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við Vatnsnesveg

Framkvæmdir við Vatnsnesveg

189
0
Mynd: Hunathing.is

Framkvæmdir við endurbyggingu vegarins frá Kárastöðum að Skarði á Vatnsnesi eru hafnar. Er um að ræða rétt ríflega 7 km. spotta.

<>

Verkið var boðið út á vordögum og féll það í hlut Þróttar ehf. Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 485 milljónir króna og var 93,6% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt skilmálum útboðsins skal verkinu að fullu lokið fyrir 1. september 2024.

Ástæða er til að fagna öllum framkvæmdum við veginn en þó má ekki líta framhjá því að þessari framkvæmd lokinni eru enn eftir 60 km af veginum.

Í drögum að samgönguáætlun sem nú er til samráðs í samráðsgátt stjórnvalda er gert ráð fyrir að 300 milljónum verði varið í framkvæmdir á árinu 2027, 426 milljónum á árinu 2028 og á árabilinu 2029-2033 verði ráðist í framkvæmdir fyrir 6.574 milljónir.

Heimild: Hunathing.is