Home Í fréttum Niðurstöður útboða Hveragerðisbær. Aðalleið með lægra tilboðið í bílastæði við Árhólma

Hveragerðisbær. Aðalleið með lægra tilboðið í bílastæði við Árhólma

226
0
Mynd/ja.is

Aðalleið ehf í Hveragerði átti lægra tilboðið í stækkun bílastæða við Árhólma, við upphaf gönguleiðarinnar inni í Reykjadal.

<>

Tilboð Aðalleiðar var tæplega 9,9 milljónir króna en Arnon ehf bauð 11,7 milljónir króna. Kostnaðaráætlun sem Efla gerði fyrir Hveragerðisbæ hljóðar upp á 12,6 milljónir króna.

Bæjarráð Hveragerðis samþykkti að taka tilboði Aðalleiðar og á sama bæjarráðsfundi lýsti bæjarfulltrúi D-listans ánægju sinni með að loksins se verið að hefjast handa við stækkun bílastæða við Árhólma. „Segja má að betra sé seint en aldrei en framkvæmdin var upphaflega á áætlun síðastliðið sumar,“ sagði Eyþór H. Ólafsson í bókun sinni.

Heimild: Sunnlenska.is