Home Fréttir Í fréttum Of mikil afskipti á íbúðamarkaði

Of mikil afskipti á íbúðamarkaði

117
0
Þorsteinn segir lítinn sem engan vilja hjá stjórnvöldum til að einfalda íslenskt regluverk en gríðarleg samkeppnishindrun felist í því fyrir samfélagið í heild. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri Eign­ar­halds­fé­lags­ins Horn­steins ehf., gagn­rýn­ir ís­lenskt reglu­verk og seg­ir Ísland eiga að vera markað sem þró­ast hratt en reglu­verkið, skri­fræðið og hið op­in­bera yf­ir­höfuð standi í vegi fyr­ir því.

<>

Hann seg­ir lít­inn sem eng­an vilja hjá stjórn­völd­um til að ein­falda reglu­verkið en gríðarleg sam­keppn­is­hindr­un fel­ist í því fyr­ir sam­fé­lagið í heild.

„Það finnst mér alltof lít­il áhersla vera á af hálfu stjórn­valda. Það má segja í þess­ari stóru mynd, ein­mitt þegar horft er til eft­ir­litsiðnaðar, leyf­is­veit­ing­ar­ferl­is og skipu­lags­vinnu. Þá er ég bæði að tala um rík­is­valdið og sveit­ar­fé­lög,“ seg­ir hann. Þetta kem­ur fram í ít­ar­legu viðtali við Þor­stein í ViðskiptaMogg­an­um sem kom út í dag.

Þor­steinn Víg­lunds­son. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þurf­um að forðast miðstýr­ingu
„Ég held að við séum með alltof mik­il op­in­ber af­skipti af því hvers kon­ar íbúðar­hús­næði er byggt eða alltof mik­il inn­grip af hálfu hins op­in­bera hvað er verið að byggja hverju sinni.

Það er hand­stýr­ing á ís­lensk­um íbúðamarkaði í átt að leigu og við sjá­um það að á síðustu þrjá­tíu árum hef­ur hlut­fall leigu­hús­næðis, eða hús­næðis í eigu lögaðila, auk­ist um tíu pró­sent á sama tíma og hús­næði í eigu ein­stak­linga sem eiga eina íbúð hef­ur lækkað um sömu tíu pró­sent,“ seg­ir Þor­steinn og bæt­ir við að eft­ir hrun hafi verið op­in­ber umræða gegn sér­eign­ar­stefnu sem hann seg­ir heimsku­legt.

„Við þurf­um að forðast of mikla miðstýr­ingu á því hvers kon­ar íbúðir eigi að byggja. Hið op­in­bera er ekki vel fallið til slíkra ákv­arðana enda sitja ráðamenn ekki uppi með kostnaðinn af röng­um ákvörðunum þar.

Það gera hins veg­ar bygg­ing­ar­verk­tak­ar sem eru að byggja stærst­an hluta þess­ara íbúða og taka áhætt­una af því hvað selst og hvað ekki,“ seg­ir Þor­steinn loks.

Heimild: Mbl.is