Home Fréttir Í fréttum 35 millj­arð­ar til við­halds skóla­bygg­inga í borg­inni

35 millj­arð­ar til við­halds skóla­bygg­inga í borg­inni

83
0
Laugarnesskóli. Mynd: RÚV

Unnið er að uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis fyrir nemendur á skólalóð Laugarnesskóla í Reykjavík, svo hægt sé að rýma skólann í áföngum á meðan unnið er að viðgerðum. Skólahúsið er mjög illa farið af myglu.

<>

Fram hefur komið í fréttum að skólastjóri Laugarnesskóla hafi þurft að hætta störfum vegna veikinda, sem hún rekur til myglu í skólahúsinu. Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla sakar borgaryfirvöld um sinnuleysi.

Í svari frá Reykjavíkurborg við fyrirspurn fréttastofu segir að unnið hafi verið að viðgerðum á skólanum undanfarin ár. Ytra byrði hússins er friðað, sem gerir framkvæmdir flóknari. Í Laugarnesskóla eru einungis börn yngri en tólf ára.

Foreldrafélag skólans og skólastjórnendur hafa óskað eftir að skólastarf verði áfram innan lóðar meðan skólinn er tekinn til heildarendurnýjunar. Verið er að útfæra lausn á bráðabirgðahúsnæði svo hægt sé að rýma skólann í áföngum, og ráðast í framkvæmdir.

Áætlað er að allt að 35 milljarðar fari í viðhald og endurbætur á skólabyggingum í Reykjavík á næstu árum.

Heimild: Ruv.is