Home Fréttir Í fréttum Nýtt hótel við Skógarböðin

Nýtt hótel við Skógarböðin

145
0
Hótelið mun falla vel að skógi vöxnu umhverfinu. Nýr áfangastaður ferðamanna hefur fest sig í sessi. Tölvuteikning/Skógarböðin

Eig­end­ur Skóg­arbaðanna í Eyjaf­irði, hjón­in Finn­ur Aðal­björns­son og Sig­ríður María Hammer, eru með stór­huga áform um að byggja upp glæsi­legt hót­el sem ætl­un­in er að reka í ná­grenni Skóg­arbaðanna sem opnuð voru fyr­ir um ári.

<>

Áætluð fjár­fest­ing er um fimm millj­arðar króna en þessa dag­ana er unnið að því að afla nauðsyn­legra leyfa fyr­ir fram­kvæmd­inni og að tryggja fjár­mögn­un til að áformin geti orðið að veru­leika.

Nýr veit­ingastaður

Nýja hót­elið mun verða reist um 90 metr­um sunn­an við Skóg­ar­böðin en þar verða 120 her­bergi á fjór­um hæðum með stór­um veit­ingastað auk þakhæðar þar sem gest­ir geta notið út­sýn­is yfir Eyja­fjörðinn og Ak­ur­eyri. Á efstu hæðinni verður einnig að finna ráðstefnu­sal og út­sýn­is­b­ar.

„Allt hót­elið tek­ur mið af út­sýn­inu og staðsetn­ing­unni, að vera inni í skógi og tengj­ast Skóg­ar­böðunum.“ Það mun hót­elið sann­ar­lega gera en þar verður að finna heilsu­rækt þar sem hægt verður að synda út í Skóg­ar­böðin og Sig­ríður seg­ir ekki úti­lokað að það verði op­inn bar á leiðinni með til­heyr­andi út­skot­um fyr­ir fólk til að kasta mæðinni.

„Þetta verður spa-hót­el með gufu­böðum og heit­um pott­um,“ seg­ir Sig­ríður. Skóg­ar­böðin munu stækka frá því sem nú er þrátt fyr­ir skamm­an rekstr­ar­tíma og nýj­ar laug­ar baðanna munu teygja sig í átt­ina að hinu nýja hót­eli sem stefnt er að því að reisa.

Sigrún seg­ir að heima­markaður­inn á Eyja­fjarðarsvæðinu, þar sem búa um 25 þúsund manns, sé sterk­ur en al­mennt höfða Skóg­ar­böðin til ferðamanna sem eiga leið um svæðið.

Hún seg­ir að mik­il­vægt sé að tryggja milli­landa­flug um Ak­ur­eyr­arflug­völl en hún seg­ir að fram­boð á gist­ingu á Ak­ur­eyri hafi verið tak­markað enda hafi ekki nýtt stórt hót­el verið byggt þar í fimmtán ár á meðan þrjú ný hót­el hafi til að mynda verið reist í Mý­vatns­sveit. „Það verður líka geggjað úti­svæði í Varðgjánni fyr­ir aft­an hót­elið þar sem við ætl­um að hafa op­inn arindeld,” seg­ir hún.

Við ræt­ur Varðgjár í Vaðlaheiði verður op­inn ar­in­eld­ur þar sem fólk get­ur átt nota­lega kvöld­stund og notið fal­legs út­sýn­is við Eyja­fjörð. Tölvu­teikn­ing/​Skóg­ar­böðin

Ekki tjaldað til einn­ar næt­ur

Ekki verður annað sagt en að mik­ill metnaður sé lagður í verk­efnið. „Það sem kveikti í okk­ur hjón­um var bæði það hversu fal­legt um­hverfið er þarna og að það vant­ar hót­el á Ak­ur­eyri. Það var búið að gefa það út að Ea­syJet ætlaði að hefja hingað áætl­un­ar­flug í sum­ar en svo kom til­kynn­ing um að þeir væru hætt­ir við það vegna þess að innviðirn­ir voru ekki til staðar. Flug­gest­ir fengu ekki gist­ingu hérna yfir sum­ar­tím­ann sem er mjög dap­urt.“

Þegar vet­ur­inn fær­ist yfir eru lyk­ilviðskipta­vin­ir Skóg­arbaðanna ís­lensk­ir ferðamenn sem sækja Hlíðarfjall heim til að skíða fyr­ir utan öll íþrótta­mót­in sem eru hald­in á Ak­ur­eyri á hverju ári. Á fyrsta ár­inu sem böðin hafa verið opin hafa um hundrað og tíu þúsund gest­ir sótt þau heim sem er meira en helm­ingi meira en upp­haf­leg viðskipta­áætl­un hjón­anna gerði ráð fyr­ir. „Það fór fram úr von­um.“

Sigrún seg­ir að ekki liggi fyr­ir hver verði rekstr­araðili hins nýja hót­els Skóg­arbaðanna og viður­kenn­ir að hún og Finn­ur séu ekki sér­fræðing­ar í rekstri hót­ela en þau kunna svo sann­ar­lega að láta verk­in tala.

„Við vit­um að það eru aðrir sem kunna það bet­ur en við.“ Stefnt er að því að fyrstu gest­irn­ir muni geta inn­ritað sig á Skóg­arbaðahót­elið und­ir lok árs 2025 ef fram­kvæmd­ir ganga sam­kvæmt áætl­un, í síðasta lagi á fyrstu mánuðum árs­ins 2026, en hót­elið verður kær­kom­in viðbót við fram­boð á fjöl­breyttri ferðaþjón­ustu sem er nú þegar til staðar á Eyja­fjarðarsvæðinu.

Skóg­ar­böðin eru vin­sæll áfangastaður ferðamanna.

Heimild: Mbl.is