Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 11.07.2023
Tilboð í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti. |
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 4. júlí 2023 voru opnuð tilboð í lóðir í 1. áfanga norðurhluta Hnoðraholts.
Alls bárust 299 tilboð sem skiptust þannig. Tilboð í fjölbýlishúsalóðir 179 Stéttafélagið ehf. átti hæsta tilboð í allar fjölbýlishúsalóðir og allar raðhúsalóðir nema eina. Stéttafélagið hefur fallið frá tilboði sínu í lóðirnar að undanskildu tilboði í tvær fjölbýlishúsalóðir við Vorbraut 13 og 15 og eina raðhúsalengju við Útholt 35-41. Sami einstaklingur átti hæsta tilboð í fjórar einbýlishúsalóðir en hefur fallið frá tilboði sínu í þrjár lóðir. Bæjarráð samþykkir að taka tilboðum frá eftirfarandi aðilum í lóðir í 1. áfanga norðurhluta Hnoðraholts þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við úthlutunar- og söluskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi samkvæmt 5. tl. í úthlutunar- og söluskilmálum og 3. gr. úthlutunarreglna. Tilboðgjöfum er veittur frestur til kl. 16:00, fimmtudaginn 20. júlí nk. til að skila tilskildum gögnum. Bæjarráð samþykkir veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í úthlutunar- og söluskilmálum. Fjölbýli Raðhús Einbýli |