Home Fréttir Í fréttum Lúxusíbúðamarkaður tekur við sér

Lúxusíbúðamarkaður tekur við sér

111
0
Ljósmynd: epa

Lúxusíbúðamarkaðurinn í New York er kominn á skrið eftir að hafa átt erfitt uppdráttar lengst af á þessu ári.

<>

Lúxusíbúðamarkaðurinn í New York er kominn á skrið eftir að hafa átt erfitt uppdráttar lengst af á þessu ári.

Kaupsamningar innan markaðarins í júní náðu nærri tveggja áratuga hámarki. Þetta þykir til marks um að bandarískur íbúðarhúsnæðismarkaður sé að ná sér á strik þrátt fyrir að stýrivextir séu umtalsvert hærri en landsmenn hafa fengið að venjast undanfarin ár.

Óttast var að háir vextir og versnandi horfur í hagkerfinu myndu verða til þess að kaupendur með mest á milli handanna héldu sér til hlés í íbúðafjárfestingum út árið 2023. Raunin virðist þó önnur en hækkandi hlutabréfamarkaðir og minni samdráttur en reiknað var með vekur vonir um að sterkefnaðir einstaklingar haldi áfram að festa kaup á fasteignum.

Heimild: Vb.is