Home Fréttir Í fréttum Ráðleggur Hafnfirðingum að byggja ekki sunnar

Ráðleggur Hafnfirðingum að byggja ekki sunnar

64
0
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við mbl.is um gosið við Litla-Hrút. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur ræddi við mbl.is um gosið við Litla-Hrút. Samsett mynd

„Það gæti gosið við Vell­ina en þá þyrft­um við að flytja okk­ur yfir á aðra sprungurein sem menn tala um sem Trölla­dyngjurein­ina eða Krýsu­vík­ur­rein­ina.“

<>

Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur, spurður hvort bú­ast megi við eld­gosi í grennd við Vell­ina í Hafnar­f­irði í framtíðinni ef áfram held­ur að gjósa ár­lega.

Er þá miðað við það mynstur sem virðist vera að skap­ast þar sem gos­virkn­in fær­ist í norðaust­ur frá Fagra­dals­fjalli og þar með nær höfuðborg­ar­svæðinu.

„Ég tel eig­in­lega eng­ar lík­ur á því að gossprunga vegna þess­ara at­b­urða þarna teygi sig til Reykja­vík­ur. Það má þó benda þeim á að vera ekki að byggja lengra í suðurátt. Það á að geyma það,“ seg­ir Þor­vald­ur og bein­ir orðum sín­um til Hafn­f­irðinga.

„Þú sérð það, ef þú skoðar kort af svæðinu, þá er það mjög slá­andi að það eru eng­ir gaml­ir gíg­ar fyr­ir norðan Keili. Mér finnst það mjög ólík­legt, jafn­vel þótt að gos­in fari alla leið að Keili, að það fari lengra. Eld­gosa­virkn­in þyrfti þá að færa sig að Trölla­dyngju eða Krýsu­vík. Þá gæti hún farið lengra norður fyr­ir.“

Mynd­ar­leg­ur gíg­ur
Aðspurður seg­ir hann lík­legt að nú­ver­andi eld­gos við Litla-Hrút eigi eft­ir að skilja eft­ir sig mynd­ar­leg­an gíg eins og í fyrsta eld­gos­inu árið 2021.

„Mín til­finn­ing er að þetta eigi eft­ir að halda áfram að breyt­ast. Hann verður ör­ugg­lega ansi mynd­ar­leg­ur, þessi gíg­ur þegar yfir er staðið. Hann er orðinn ansi skemmti­lega stór í augna­blik­inu. Ef þetta held­ur svona áfram og við end­um með eitt gígop og virkn­in stend­ur nægi­lega lengi, þá finnst mér lík­legt að við end­um með svipaða gíg­mynd­un og árið 2021.“

Jarðeld­ar brut­ust út að nýju síðdeg­is mánu­dag­inn 10. júlí. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Gíg­ur­inn 100 metr­ar að lengd
Hann seg­ir smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar hafa orðið á eld­gos­inu síðan í gær og að svo virðist sem að hraun­flæðið sé veik­ara í dag.

„Það gæti verið að plata mann að gíg­arn­ir hafa hækkað eitt­hvað. Við vit­um ekki hvað þeir eru háir núna en þeir voru fimmtán metr­ar í gær. Það er eðli­legt að fram­leiðnin detti niður og fari í jafn­vægi sem helst í ein­hvern tíma. Það virðist vera að setja sig á ein­hverja lág­marks fram­leiðni og láti það malla.“

Hann bæt­ir við að gíg­ur­inn sé orðinn 100 metr­ar að þver­máli með sex gosop­um.

Spurður hvort gasmeng­un­in sé meiri í þessu gosi miðað við síðustu tvö gos á svæðinu svar­ar hann því neit­andi, þó að hún hafi verið tölu­vert meiri í upp­hafi.

Hann bend­ir á að því meiri sem kvik­an er sem vell­ur upp því meiri sé gasmeng­un­in. Þar sem kvikuflæðið hef­ur minnkað tölu­vert frá því á mándu­dag­inn og lík­ist nú fyrri gos­um hef­ur gasmeng­un­in minnkað sömu­leiðis.

Þor­vald­ur seg­ir ekki úti­lokað að kvika geti brot­ist út á fleiri stöðum. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eins og sprung­in blaðra
Hann seg­ir kvikuflæðið nú líkj­ast fyrri tveim gos­um á Reykja­nesskag­an­um og tek­ur fram að fram­leiðnin hafi dvínað hratt.

„Það byrjaði aðeins meira. Það er ósköp eðli­legt því það var kvika að safn­ast sam­an í poka und­ir Litla-Hrút á mjög grunnu dýpi og sú kvika komst ekki upp á yf­ir­borð. Það býr til þrýst­ing og þrýst­ing­ur­inn í þess­um poka var hærri en styrk­ur­inn á þak­inu fyr­ir ofan. Þegar það ger­ist þá rýf­urðu þakið. Þetta er eins og að stinga á blöðru. Það kem­ur mest úr henni fyrst og svo dreg­ur úr.“

Hann tek­ur fram að ekki sé hægt að segja til um hve lengi eld­gosið muni standa yfir og bend­ir á að svo lengi sem jafn mik­il kvika safn­ast upp und­ir yf­ir­borðinu miðað við það sem kem­ur upp, þá haldi það áfram.

m

Eins og að hella bjór í glas
Spurður um ábend­ing­ar frá fólki á gosstöðvun­um sem lýs­ir því að það finni fyr­ir óróa í jarðveg­in­um seg­ir Þor­vald­ur að um ósköp eðli­leg­an gosóróa sé að ræða.

„Við get­um ekki úti­lokað að kvika brjót­ist upp á öðrum stöðum en það er miklu lík­legra að þetta sé gosórói frá nú­ver­andi gíg­um. Það eru svona stór­ar gas­ból­ur sem eru að þenj­ast út og springa.

Það er kvika að flæða upp og í gegn­um kvik­una streyma gas­ból­ur. Þetta er eins og þegar þú hell­ir bjór í glas og horf­ir síðan á hvernig ból­urn­ar koma upp. Þetta ferli köll­um við af­gös­un kvik­unn­ar og það er að búa til titr­ing á svæðinu.“

Frá­bær fræðsla um eld­fjalla­fræði
Hann seg­ir að lok­um að nú­ver­andi gos­virkni á Reykja­nesskag­an­um sé ein besta fræðsla sem hægt sé að bjóða Íslend­ing­um um eld­fjalla­fræði.

„Þetta er ekki bara gott tæki­færi held­ur nauðsyn­legt tæki­færi. Við búum á eld­fjalla­eyju og við þurf­um að læra að lifa með þess­um hlut­um og draga úr áhrif­un­um eins og kost­ur er. Það er gott að fá svona gos fyrst, því það er erfitt að gera þetta með kraft­meiri gos. Þetta er upp­hit­un­in.“

Heimild: Mbl.is