Home Fréttir Í fréttum Nokkur útboðsverkefni í farvatninu hjá NLSH

Nokkur útboðsverkefni í farvatninu hjá NLSH

273
0
Grunnur rannsóknahúss. Mynd: NLSH ohf.

Þessa daga er unnið að nokkrum útboðsverkefnum hjá NLSH að sögn Indriða Waage verkefnastjóra. „Við áætlum að auglýsa þrenn útboð á allra næstu vikum.

<>

En við munum gefa góðan tilboðstíma fyrir bjóðendur, þar sem þessi útboð eru stór og tímasetningin gæti reynst einhverjum erfið vegna sumarleyfa starfsmanna.“

Þau útboðsverkefni sem um ræðir eru:

Uppsteypa – rannsóknahús
Ílagnir fyrir meðferðarkjarna
Vinnulagnir fyrir meðferðarkjarna

Vonast er eftir góðri þátttöku í þessum útboðum enda um nokkuð stór útboð að ræða og eru bjóðendur hvattir til að kynna sér vel útboðsgögnin.

Heimild: NLSH.is