Home Fréttir Í fréttum Byggingarréttur á Glaðheimalóðinni seldur á 265 milljónir króna

Byggingarréttur á Glaðheimalóðinni seldur á 265 milljónir króna

294
0
Ljósmynd/Árborg

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í gær að selja byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á Tryggvagötu 36 á Selfossi fyrir 265 milljónir króna.

<>

Byggingarrétturinn var auglýstur til sölu á dögunum og var þar leitað eftir kaupanda sem myndi taka að sér að leiða breytingu á deiliskipulagi, hanna, fjármagna og byggja upp íbúðir á lóðinni.

Þrjú tilboð bárust í byggingarréttinn. Þingvangur ehf 265 milljónir króna sem er 6% yfir lágmarksverði Sveitarfélagsins Árborgar, sem var 250 milljónir króna. Pálmatré ehf bauð 254,5 milljónir króna og K16 ehf bauð 171,6 milljónir króna.

Stærð lóðarinnar er 3,084 m2 og gera má því ráð fyrir að byggja megi rúmlega 50 íbúðir á henni. Húsið á lóðinni hýsti áður leikskólann Glaðheima en í dag eru Skátafélagið Fossbúar og Frístundaklúbburinn Kotið með aðstöðu í húsinu.

Á fundi sínum í gær fól bæjarráð bæjarstjóra að semja við Þingvang ehf, svo fremi sem félagið standist kröfur útboðsgagna.

Heimild: Sunnlenska.is