Home Fréttir Í fréttum Framtíð Grillsins á Sögu óráðin

Framtíð Grillsins á Sögu óráðin

70
0
Hótel Saga er í framkvæmdabúningi. mbl.is/Eyþór

Fram­kvæmd­ir við breyt­ing­ar og end­ur­nýj­un á hús­næði Hót­els Sögu ganga vel og er húsið smám sam­an að taka á sig nýja mynd.

<>

Krist­inn Jó­hann­es­son, sviðsstjóri fram­kvæmda- og tækni­mála hjá Há­skóla Íslands, seg­ir að áform um að menntavís­inda­svið skól­ans flytj­ist þangað haustið 2024 séu á áætl­un. Ný­verið fluttu 111 stúd­ent­ar inn í íbúðir í norður­hluta húss­ins.

Enn ligg­ur ekki end­an­lega fyr­ir hvernig forn­fræg veit­inga­rými í hús­inu verða nýtt. Krist­inn seg­ir að Súlna­sal­ur verði meira og minna notaður fyr­ir kennslu og nem­end­ur en muni þó flokk­ast sem fjöl­nota sal­ur.

Veit­inga­sala á Mím­is­b­ar
Ekki er gert ráð fyr­ir veit­inga­sölu í Súlna­sal þar sem dans­leik­ir, árs­hátíðir og jóla­böll voru hald­in um ára­tuga­skeið. Hins veg­ar ligg­ur fyr­ir að Mím­is­b­ar á jarðhæðinni og stórt eld­hús sem hon­um fylg­ir verður nýtt­ur fyr­ir veit­inga­sölu.

„Það verður vænt­an­lega í sam­vinnu við Fé­lags­stofn­un stúd­enta og Hámu en jafn­vel verður ein­hver aðeins meiri fjöl­breytni þar. Það er eitt­hvað sem skýrist í vet­ur,“ seg­ir Krist­inn en ráðgert er að sá rekst­ur muni hefjast sam­hliða flutn­ing­um menntavís­inda­sviðs í húsið.

Ósvöruð spurn­ing
Þá stend­ur eft­ir stóra spurn­ing­in um það hvað verður um Grillið þar sem einn flott­asti veit­ingastaður lands­ins var rek­inn.

Óhætt er að full­yrða að marg­ir myndu gjarn­an vilja sjá inn­rétt­ing­ar Grills­ins varðveitt­ar og að staður­inn yrði nýtt­ur til ein­hvers kon­ar veit­ing­a­rekst­urs eða fyr­ir sam­kom­ur. Krist­inn seg­ir að eng­in ákvörðun hafi enn verið tek­in.

„Þetta er spurn­ing sem á eft­ir að svara og það mun kannski drag­ast aðeins að inn­rétta það svæði.“

Heimild: Mbl.is