Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tilboð í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti opnuð

Tilboð í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti opnuð

938
0
Hnoðraholt norður. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð fjölbýlis og sérbýlis.

Úr fundargerð bæjarráðs Garðabæjar þann 04.07.2023

<>
Tilboð í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti.
Lögð voru fram 159 óopnuð umslög með tilboðum í byggingarrétt lóða á Hnoðraholti, sbr. tilkynningu um sölu á byggingarrétti lóða á Hnoðraholti sem birt var á vef Garðabæjar á tímabilinu _.06-29.06.2023.

Tilboðin komu frá söluaðilum, þ.e. Torg – fasteignasölu, Garðatorg eignamiðlun og Fasteignamarkaðinum. Þá bárust umslög með tilboðum frá Miklaborg – fasteignasölu. Öll tilboð voru móttekin fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 29. júní 2023.

Eitt umslag með tilboði barst eftir að tilboðsfresti lauk og telst ekki gilt tilboð.

Umslögin voru opnuð og tilboðin flokkuð eftir tegundum lóða.

Tilboð í fjölbýlishúsalóðir 179
Tilboð í par/raðhúsalóðir 67
Tilboð í einbýlishúsalóðir 53

Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 11. júlí 2023.

Tiboð í byggingarrétt lóða – Hnoðraholt_Fjölbýlishús 01.pdf
Tilboð í byggingarrétt lóða – Hoðraholt_Par-Raðhús 01.pdf
Tilboð í byggingarrétt lóða – Hoðraholt_Einbýli 01.pdf

Heimild:Garðabær.is