
Viðamiklar framkvæmdir eru hafnar á svæðinu í kringum kirkjutröppurnar á Akureyri. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um fjóra mánuði og því verður svæðið lokað almenningi fram í október.
Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Verkið felur í sér að núverandi kirkjutröppur verði fjarlægðar og allt sem þeim tilheyrir. Neðsti hluti trappanna liggur ofan á þakplötu húsnæðis sem áður hýsti almenningssalerni, til þess að vatnsþétta hana þarf að hreinsa í burtu allan jarðveg, bræða pappann á, og steypa síðan tröppurnar að nýju.
Efsti hlutinn verður steyptur ofan á fyllingu og tröppurnar lagðar granítskífum. Jafnframt verður snjóbræðsla sett í tröppurnar og við þær kemur lýsing.
Þar sem ekki er hægt að ganga um svæðið á meðan á framkvæmdunum stendur hefur gamall stígur, suður af tröppunum að Sigurhæðum, verið byggður upp með viðunandi hætti.
Heimild: Mbl.is