Home Fréttir Í fréttum Kirkjutröppurnar lokaðar fram á haust

Kirkjutröppurnar lokaðar fram á haust

55
0
Verkið felur í sér að núverandi kirkjutröppur verði fjarlægðar og allt sem þeim tilheyrir. Ljósmynd/Oksana Chychkanova

Viðamikl­ar fram­kvæmd­ir eru hafn­ar á svæðinu í kring­um kirkjutröpp­urn­ar á Ak­ur­eyri. Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­irn­ar taki um fjóra mánuði og því verður svæðið lokað al­menn­ingi fram í októ­ber.

<>

Þetta kem­ur fram á vef Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

Hér má sjá yf­ir­lits­mynd með helstu hjá­leiðum. Mynd/​Ak­ur­eyr­ar­bær

Verkið fel­ur í sér að nú­ver­andi kirkjutröpp­ur verði fjar­lægðar og allt sem þeim til­heyr­ir. Neðsti hluti trapp­anna ligg­ur ofan á þak­plötu hús­næðis sem áður hýsti al­menn­ings­sal­erni, til þess að vatnsþétta hana þarf að hreinsa í burtu all­an jarðveg, bræða papp­ann á, og steypa síðan tröpp­urn­ar að nýju.

Efsti hlut­inn verður steypt­ur ofan á fyll­ingu og tröpp­urn­ar lagðar granít­skíf­um. Jafn­framt verður snjó­bræðsla sett í tröpp­urn­ar og við þær kem­ur lýs­ing.

Þar sem ekki er hægt að ganga um svæðið á meðan á fram­kvæmd­un­um stend­ur hef­ur gam­all stíg­ur, suður af tröpp­un­um að Sig­ur­hæðum, verið byggður upp með viðun­andi hætti.

Heimild: Mbl.is