Home Fréttir Í fréttum Spá sam­drætti í komu nýrra í­búða á markaðinn

Spá sam­drætti í komu nýrra í­búða á markaðinn

92
0
Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík. VÍSIR/ARNAR

Vænta má þess að að samdráttur verði í nýjum fullbúnum íbúðum hér á landi á næstu árum, samkvæmt nýrri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

<>

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð á landsvísu sem er fjölgun milli mælinga.

Á sama tíma sést metfjöldi framkvæmda þar sem framvinda stendur í stað á milli talninga en slíkar framvindumælingar hafa þó einungis staðið yfir frá því í september 2021. Þetta er sagt vísbending um að hægt hafi á framkvæmdum en flestar íbúðir með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu.

Fjöldi hafinna framkvæmda stendur í stað í Reykjavík frá því í september í fyrra en fjölgar annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.
HMS

Þetta sýna niðurstöður nýjustu talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á íbúðum í byggingu sem fram fór í mars. Ný spá stofnunarinnar gerir ráð fyrir að 5.657 íbúðir verði fullbúnar á landsvísu í ár og á því næsta á meðan fyrri spá gerði ráð fyrir að þær yrðu 6.375 talsins.

HMS

Samkvæmt nýjustu talningu á mest uppbygging íbúða sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem 69,7% af öllum íbúðum eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík, eða 2.432 talsins og næstflestar í Hafnarfirði sem er með 1.663.

Þar hefur jafnframt átt sé stað mesta aukningin í fjölda íbúða í byggingu á milli talninga. Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg, eða 605 íbúðir, og á Akureyri, sem er með 286 íbúðir.

Mesta aukningin er á framvindustigi 4 þar sem íbúðir teljast fokheldar. Aukning er um 1.011 íbúðir frá síðustu talningu og um 1.307 íbúðir frá sama tíma í fyrra sem er fjölgun um um rúmlega helming.

Bygging telst á framvindustigi 1 þegar jarðvinna er hafin, stigi 2 þegar undirstöður eru tilbúnar, stigi 3 þegar þegar jarðvegslagnir eru frágengnar, stigi 4 þegar mannvirkið er fokhelt, stigi 5 þegar útveggir er fullbúnir og gluggar og útihurðir uppsettar, stigi 6 þegar loft eru klædd eða máluð og stigi 7 þegar byggingu er að mestu lokið.
HMS

Heimild: Visir.is