Home Fréttir Í fréttum Kirkjutröppur Akureyrarkirkju lokaðar fram á haust

Kirkjutröppur Akureyrarkirkju lokaðar fram á haust

63
0
Kirkjutröppur Akureyrarkirkju eru vinsæll viðkomustaður ferðamanna. RÚV – Eva Björk Benediktsdóttir

Viðhald á kirkjutröppum Akureyrarkirkju standa yfir og þær verða lokaðar fram á haust. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar segja að nauðsynlegt hafi verið veðursins vegna að ráðast í verkið á háannatíma ferðaþjónustunnar.

<>

Eitt þekktasta kennileiti Akureyrarbæjar, tröppurnar upp að Akureyrarkirkju, verða lokaðar fram á haust vegna viðhalds. Tröppurnar voru farnar að láta verulega á sjá, enda vinsæl gönguleið meðal ferðafólks og heimamanna.

Forsvarsmenn Akureyrarbæjar segja að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í verkið á þessum háannatíma ferðaþjónustunnar, veðursins vegna. Áætluð verklok eru í október, en þó talið að framkvæmdir geti dregist fram á vorið.

Tröppurnar verða byggðar í sömu mynd og þær eru nú, en með nokkrum umbótum.

„Þessar verða grafnar í burtu og fyllt undir og settar nýjar með snjóbræðslu og lýsingu hérna í staðinn. Eru þær ekki orðnar svolítið illa farnar þessar? Jú, þær eru orðnar mjög illa farnar. Miklu verr en við héldum. Eru ferðamennirnir eitthvað að lauma sér hérna fram hjá? Já þeir hlusta ekki neitt. sagði Gunnar Rafn Helgason, verkstjóri, í kvöldfréttum RÚV.“

Heimild: Ruv.is