Home Fréttir Í fréttum Skrifstofuhúsin fá nýtt hlutverk

Skrifstofuhúsin fá nýtt hlutverk

150
0

Eik fast­eigna­fé­lag hyggst end­ur­nýja at­vinnu­hús­næði sem fé­lagið leigði til Lands­bank­ans í miðborg Reykja­vík­ur. Áformað er að þar verði meðal ann­ars hágæða skrif­stofu­rými í ýms­um stærðum sem gætu hentað minni sem stærri fyr­ir­tækj­um, veislu­sal­ir með út­sýni yfir miðbæ­inn, íbúðahót­el til lang­tíma­leigu, vinnu­stof­ur lista­manna og lík­ams­rækt­ar­stöð svo eitt­hvað sé nefnt.

<>
Brú yfir Hafn­ar­stræti verður kaffi­hús. Ljós­mynd­ir/​Eik/​Vign­ir Már Garðars­son

Garðar Hann­es Friðjóns­son, for­stjóri Eik­ar, seg­ir um að ræða 7.000 fer­metra af skrif­stofu­hús­næði og öðrum rým­um við Hafn­ar­stræti og Aust­ur­stræti (sjá graf). Gert sé ráð fyr­ir að þess­um áfanga ljúki 2025. Verk­efnið sé í vinnslu og liggi end­an­leg kostnaðaráætl­un ekki fyr­ir.

Rými í eigu Eik­ar á jarðhæð eru í út­leigu og stend­ur ekki til að breyta þeim í þess­um áfanga. Þá skal tekið fram að Eik á ekki úti­bú Lands­bank­ans í Aust­ur­stræti en viðbygg­ing þess snýr einnig að Hafn­ar­stræti.

Radis­son Blue Hót­el 1919 er rekstr­araðili hjá Eik en það er á horni Póst­hús­stræt­is, Tryggvagötu og Hafn­ar­stræt­is.

Hér verður veislu- og ráðstefnu­sal­ur. Ljós­mynd­ir/​Eik/​Vign­ir Már Garðars­son

Garðar Hann­es seg­ir Eik hafa kannað mögu­leika þess að fjölga her­bergj­um á hót­el­inu úr 80 í 120 með því að breyta efstu hæðum Hafn­ar­stræt­is 7-9. Sú hug­mynd hafi hins veg­ar ekki fengið hljóm­grunn hjá borg­inni. Því hafi fé­lagið kannað aðrar leiðir og er niðurstaðan sú að breyta þess­um rým­um í íbúðir til lang­tíma­leigu sem verða tengd­ar hót­el­inu, alls um 15 íbúðir.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 29. júní.

Heimild: Mbl.is