Framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1 voru samþykktar af skipulagsnefnd Voga í gær. Samkomulag var undirritað við Landsnet klukkan 13 í gær.
Landsnet og Sveitarfélagið Vogar skrifuðu í gær undir samkomulag vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 og breytingar á Suðurnesjalínu 1. Skipulagsnefnd Voga samþykkti á fundi í gær að veita framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 á þeim forsendum sem fram koma í samkomulaginu og var það undirritað eftir fund bæjarstjórnar í gær.
Landsnet og Vogar hafa lengi deilt um Suðurnesjalínu 2. Sveitarfélagið hefur beðið um að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörðu en Landsnet hefur viljað hafa hana á yfirborðinu. Samkomulagið kveður á um að Suðurnesjalína 2 verður lögð sem loftlína og samhliða verður unnið að undirbúningi þess að leggja Suðurnesjalínu 1 í jörðu.
Heimild: Ruv.is