Home Fréttir Í fréttum Ísafjörður: 37 þúsund rúmmetrar aftur í hafið

Ísafjörður: 37 þúsund rúmmetrar aftur í hafið

117
0
Sundahöfn á laugardaginn. Dýpkunarskipið skiglir framhjá skemmtiferðaskipinu. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þrjátíu og sjö þúsund rúmmetrum af uppdældu efni í Sundahöfn er siglt út Skutulsfjörðinn og sökkt í Djúpálinn segir Hilmar Lyngmó hafnarstjóri. Hilmar segir að efnið sökkvi til botns og setjist þar í álnum.

<>

Dýpið þar sé það mikið að efnið rótist ekki upp. Dýpkun í Sundahöfn er á lokastigi og vonast er til þess að síðar í sumar geti skemmtiferðaksip lagst að hinum nýja kanti. Verið er að setja niður lagnir og steypa plötuna á kantinum.

Ekki er unnt að setja efnið í land við Fjarðarstræti þar sem landfylling þar sé enn til meðferðar hjá Skipulagsstofnun.

Ekki hefur verið unnt að nota allan nýja viðlegukantinn og því hafa skip þurft að liggja við akkeri í firðingum í stað þess að leggjast að hafnarkantinum. Ísafjarðarhöfn hefur orðið fyrir umtalsverðu tekjutapi þess vegna að sögn Hilmars.

Upphaflega átti dýpkun að vera lokið í október 2022 og þegar Björgun mætti í lok desember 2022 taldi fyrirtækið að dýpkun yrði lokið í mars sl. Það hefur ekki gengið eftir, segir Hilmar, m.a. vegna þess að dýpkunarskipin hafa þrisvar verið kölluð til dýpkunar í Landeyjarhöfn.

Dýpkun og breikkun í Sundunum hefur þegar verið frestað til næsta árs.

Heimild: BB.is