Home Fréttir Í fréttum Verkís Grønland kynnt til sögunnar

Verkís Grønland kynnt til sögunnar

121
0
Á myndinni eru frá vinstri: Haukur Þór Haraldsson, Tommy Jensen, Hildisif Björgvinsdóttir, Lars Vinter, Michael Karing og Carsten Tørnes. Haukur Þór og Hildisif starfa á Íslandi en hinir fjórir hjá Verkís Grønland. Haukur Þór er stjórnarformaður Verkís Grønland. Mynd: Verkis.is

Síðastliðin áramót urðu breytingar á rekstri Verkís í Grænlandi. Fyrirtækið, sem er staðsett í Nuuk, hafði fram að því verið í 50% eigu Verkís, var keypt að fullu af Verkís. Skipt var um nafn og heitir fyrirtækið í dag Verkís Grønland. Michael Karing tók við stöðu framkvæmdastjóra en í heildina eru starfsmenn fjórir.

<>

Starfsfólkið tekst á við fjölbreytt verkefni víðsvegar um Grænland. Verkís á sér nokkra sögu á Grænlandi og hefur í gegnum tíðina komið að margskonar verkefnum þar í landi. Þar má nefna uppbyggingu orkumannvirkja, hönnun skóla og annarra opinberra bygginga og fjölbýlishúsa, jarðgagna- og vegagerð auk nokkurra verkefna sem varða umhverfi og mengun.

Vera stærri og sýnilegri en áður
„Mér finnst það hafa styrkt okkur að vera að fullu í eigu Verkís. Það er mikilvægt að vita hver við erum og að við stefnum öll í sömu átt. Við lítum á okkur sem lítinn hluta af stórri íslenskri fjölskyldu og saman erum við sterk,“ segir Michael. Hann segir að á Grænlandi séu mörg innviðaverkefni sem þurfi að leysa og hann líti á Verkís Grønland sem hluta af lausninni.

„Okkur finnst svo sannarlega að með stuðningi Verkís höfum við sjálftraust til að elta okkar hlut í þessum verkefnum. Við erum að byggja upp öflugt og sveigjanlegt skipulag innanhúss og þurfum að efla staðbundna getu okkar með nýju fólki á skrifstofunni.“

Michael hefur skýra framtíðarsýn fyrir Verkís Grønland. Mikilvægt sé að vera stærri og sýnilegri en áður og að það sé ljóst hvað fyrirtækið stendur fyrir þannig að viðskiptavinir viti að hverju þeir ganga. Verkís Grønland þurfi ekki að taka þátt í öllu en þegar tekið sé þátt í verkefni verði fyrirtækið að vera 100% til staðar. „Við viljum sýna viðskiptavinum að við séum traust, heiðarleg og sýnum fagmennsku,“ segir Michael.

Boðið að skoða aðstöðuna í Nuuk
Þessa dagana er starfsfólk Verkís Grønland með nokkur verkefni á innleiðingarstigi. Unnið er að endurbótum á almennu íbúðarhúsnæði á suðurhluta Grænlands, byggingu nýs flugvallar í Nuuk, Steno, sykursýkismiðstöð Grænlands sem og verkefnum fyrir Nuuk, sveitarfélagið þar sem Verkís Grønland er með höfuðstöðvar.

Mynd: Verkis.is

Í tilefni af þessum breytingum var viðskiptavinum og samstarfsfólki boðið að skoða aðstöðuna í Nuuk þann 6. maí sl. Gestir gæddu sér á veitingum og fræddust um starfsemina og ræddu við starfsfólkið.

Hér er hægt að lesa um nokkur verkefni sem eru í vinnslu á Grænlandi:

Vegur á milli Sisimiut og Kangerlussuaq | www.verkis.is
Flugvöllur í Ilulissat | www.verkis.is
Skóli í Nuuk | www.verkis.is

Heimild: Verkis.is