Reykjavíkurborg óskar eftir ábendingum frá borgarbúum um hús eða lóðir sem verðskulda fegrunarviðurkenningu í ár.
Ár hvert, í tengslum við afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst, eru veittar viðurkenningar fyrir vandaðar endurbætur á eldri húsum og fyrir lóðir stofnana-, þjónustu og fjölbýlihúsa sem þykja til fyrirmyndar. Eru einnig veittar viðurkenningar fyrir „sumargötur“, eða svæði fyrir framan verslanir og þjónustu sem útfærð eru á skemmtilegan hátt yfir sumartímann.
Verður valið í höndum starfshóps skipað fulltrúum frá umhverfis- og skipulagssviði og Borgarsögusafni.
Skipuð í maí 1968
Hugmyndir skulu berast með tölvupósti merktum Fegrunarviðurkenningar 2023 í síðasta lagi þann 20. júli á tölvupóstnetfangið skipulag@reykjavik.is.
Fegrunarnefnd Reykjavíkurborgar var skipuð í maí árið 1968. Á afmæli Reykjavíkurborgar þann 18. ágúst sama ár valdi nefndin í fyrsta sinn fegurstu götu Reykjavíkurborgar og varð Safamýri fyrir valinu.
Síðan þá hafa árlega verið verið veittar fegrunarviðurkenningar fyrir falleg hús og lóðir. Lesa má sér betur til um fegrunarviðurkenningar seinustu ára á vefsíðu Reykjavíkurborgar.
Heimild: Mbl.is