Home Fréttir Í fréttum Óska eftir hugmyndum af fögrum húsum og lóðum

Óska eftir hugmyndum af fögrum húsum og lóðum

109
0
Vesturgata 51, eða Stefánshús, var eitt þeirra húsa sem vann fegrunarverðlaun Reykjavíkurborgar í fyrra. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Reykja­vík­ur­borg ósk­ar eft­ir ábend­ing­um frá borg­ar­bú­um um hús eða lóðir sem verðskulda fegr­un­ar­viður­kenn­ingu í ár.

<>

Ár hvert, í tengsl­um við af­mæli Reykja­vík­ur­borg­ar þann 18. ág­úst, eru veitt­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir vandaðar end­urbæt­ur á eldri hús­um og fyr­ir lóðir stofn­ana-, þjón­ustu og fjöl­býli­húsa sem þykja til fyr­ir­mynd­ar. Eru einnig veitt­ar viður­kenning­ar fyr­ir „sum­ar­göt­ur“, eða svæði fyr­ir fram­an versl­an­ir og þjón­ustu sem út­færð eru á skemmti­leg­an hátt yfir sum­ar­tím­ann. 

Verður valið í hönd­um starfs­hóps skipað full­trú­um frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði og Borg­ar­sögu­safni. 

Skipuð í maí 1968

Hug­mynd­ir skulu ber­ast með tölvu­pósti merkt­um Fegr­un­ar­viður­kenn­ing­ar 2023 í síðasta lagi þann 20. júli á tölvu­póst­net­fangið skipu­lag@reykja­vik.is 

Fegr­un­ar­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar var skipuð í maí árið 1968. Á af­mæli Reykja­vík­ur­borg­ar þann 18. ág­úst sama ár valdi nefnd­in í fyrsta sinn feg­urstu götu Reykja­vík­ur­borg­ar og varð Safa­mýri fyr­ir val­inu.

Síðan þá hafa ár­lega verið verið veitt­ar fegr­un­ar­viður­kenn­ing­ar fyr­ir fal­leg hús og lóðir. Lesa má sér bet­ur til um fegr­un­ar­viður­kenn­ing­ar sein­ustu ára á vefsíðu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Heimild: Mbl.is