Home Fréttir Í fréttum Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann á Akureyri

Samið um nýtt húsnæði fyrir Landsbankann á Akureyri

75
0
Hofsbót 2-4 Mynd www.landsbankinn.is

Eins og fólki er eflaust i fersku minni seldi Landsbankinn  gamla Landsbankahúsið  við Ráðhústorg s.l. haust.

<>

Nú hefur bankinn tekið á langtímaleigu nýtt húsnæði ekki svo langt frá þeim stað sem hýsir hann i dag.

Nýtt aðsetur bankans verður  í Hofsbót 2-4 og er stefnt að því að bankinn flytji fyrir árslok 2024.

Um er að ræða húsnæði sem er í byggingu að Hofsbót 2 og einnig hluta jarðhæðar Hofsbótar 4.

Nýja plássið er samtals um 600 fermetrar að stærð.

Heimild: Vikubladid.is