Home Fréttir Í fréttum Útboðum aflýst eða frestað

Útboðum aflýst eða frestað

231
0
Landsvirkjun hefur verið að endurskoða áætlanir sínar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í kjölfar þess að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi virkjanaleyfi sem Orkustofnun hafði gefið út. Rax / Ragnar Axelsson

Lands­virkj­un hef­ur fallið frá öll­um útboðum sem aug­lýst höfðu verið vegna bygg­ing­ar Hvamms­virkj­un­ar í neðri hluta Þjórsár. Í gær sendi fyr­ir­tækið til­kynn­ingu þess efn­is til þeirra fjöl­mörgu sem sótt höfðu gögn á útboðsvef vegna fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda.

<>

Jafn­framt hef­ur fyr­ir­huguðum útboðum á afl­vél­um virkj­un­ar­inn­ar og bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um verið frestað um óákveðinn tíma.

End­ur­skoða áætlan­ir
Lands­virkj­un hef­ur verið að end­ur­skoða áætlan­ir sín­ar vegna fyr­ir­hugaðrar Hvamms­virkj­un­ar í kjöl­far þess að úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi úr gildi virkj­ana­leyfi sem Orku­stofn­un hafði gefið út.

Fram kom hjá orku­mála­stjóra þegar úr­sk­urður­inn lá fyr­ir að ómögu­legt væri að segja til um hversu lang­an tíma myndi þurfa til að leysa úr mál­inu. Fyrstu viðbrögð Lands­virkj­un­ar voru að segja að mögu­lega myndi úr­sk­urður­inn seinka fram­kvæmd­inni eitt­hvað.

Nú ligg­ur fyr­ir að upp­hafi fram­kvæmda mun seinka en ekki ligg­ur fyr­ir hversu mikið. Aug­lýst höfðu verið útboð vegna fram­kvæmda við vega­gerð, vinnu­plön og efn­is­vinnslu í frá­rennslis­skurði. Þeir sem sótt hafa gögn um þess­ar fram­kvæmd­ir hafa nú fengið til­kynn­ingu um að fallið hafi verið frá útboðinu.

Til stóð að ferli vegna útboða á afl­vél­um virkj­un­ar­inn­ar hæf­ist á næstu vik­um og að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir yrðu boðnar út í haust. Þessi útboð munu frest­ast, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Ragn­hild­ar Sverr­is­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­virkj­un­ar.

Heimild: Mbl.is