Home Fréttir Í fréttum Fyrstu í­búðir í yfir þrjá­tíu ár byggðar á Kópa­skeri

Fyrstu í­búðir í yfir þrjá­tíu ár byggðar á Kópa­skeri

134
0
Íbúðarhúsnæði var síðast byggt á Kópaskeri árið 1990. VÍSIR/VILHELM

Í dag verður fyrsta skóflustungan að nýju parhúsi á Kópaskeri stungin. Um er að ræða mikil tímamót en íbúðarhúsnæði hefur ekki verið byggt í kauptúninu í um þrjátíu ár.

<>

Charlotta Englund, atvinnu- og samfélagsfulltrúi Öxarfjarðarhéraðs, segir að framkvæmdirnar muni gera mikið fyrir sjálfsmynd íbúa svæðisins. „Þessi húsnæðisskortur hefur haft hamlandi áhrif á uppbyggingu á svæðinu,“ segir hún.

Hún bendir á að íbúðarhúsnæði var síðast byggt á Kópaskeri í byrjun árs 1990. Íbúafjöldi við lok síðasta árs var að hennar sögn um 120. „Þetta er ákveðinn áfangi eftir þetta langan tíma af sárvöntun á húsnæði,“ segir Charlotta.

Flöturinn þar sem til stendur að byggja parhúsið.
CHARLOTTA ENGLUND

„Þetta er mjög jákvæð viðbót hvort sem það snýr að einkaaðilum eða rekstraraðilum,“ segir Charlotta. Húsið er byggt fyrir leigufélagið Bríeti, sem er óhagnaðardrifið leigufélag með það markmið að hjálpa til við uppbyggingu á leigumarkaði sem stuðlar að öryggi á langtímuleigumarkaði, sér í lagi á landsbyggðinni.

EMAR er byggingaraðilinn sem sér um byggingu á húsinu.
CHARLOTTA ENGLUND

Charlotta segir verkefnið hafa verið í ferli frá árinu 2020. „Aðdragandinn varð svolítið langur, ýmislegt óviðráðanlegt hefur komið upp eins og gerist gjarnan. Engu að síður er jafn mikil vöntun og eftirspurn, ef ekki meiri núna svo þetta er vissulega kærkomin viðbót fyrir þorpið.“ Hún segir spennu ríkja meðal íbúa nú þegar sjáanlegar framkvæmdir eru í húfi.

Heimild: Visir.is