Home Fréttir Í fréttum Verðmætið eykst um milljarðatugi

Verðmætið eykst um milljarðatugi

137
0
Gert er ráð fyrir mikilli eftirspurn eftir lóðunum. mbl.is/Árni Sæberg

Davíð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna, seg­ir verðmæti Keldna­lands verða end­ur­metið til hækk­un­ar. Það var metið á 15 millj­arða árið 2019 en margt bend­ir til að það hafi að minnsta kosti tvö­fald­ast.

<>

„Það er verið að upp­færa Sam­göngusátt­mál­ann en sala lóða í Keldna­landi er hluti af fjár­mögn­un hans. Við mun­um leggja fram nýtt verðmat á land­inu, rétt eins og við erum að upp­færa all­ar töl­ur sátt­mál­ans. Það er mik­il verðbólga, sér­stak­lega í verk­leg­um fram­kvæmd­um, þannig að þær töl­ur eru að hækka.

Það hef­ur líka komið fram að fjár­fest­ing­ar sátt­mál­ans hafi verið van­áætlaðar. Það blas­ir því við, og hef­ur komið fram, að þær töl­ur fara hækk­andi. Þannig að á sama tíma verðum við að leggja mat á tekju­hliðina í sátt­mál­an­um og end­ur­meta hvað er raun­hæft. Ég geri því ráð fyr­ir að það verði sett­ur nýr verðmiði á landið í sum­ar,“ seg­ir Davíð um verðmatið.

Fjallað er um hugs­an­legt verðmæti bygg­ing­ar­lóða í Keldna­landi í Morg­un­blaðinu í dag. Þar seg­ir að gera megi ráð fyr­ir að minnsta kosti 2.600 íbúðum á al­menn­an markað. Ef þær eru 100 fer­metr­ar og lóðaverðið 100-130 þúsund á fer­metra gæti sala lóðanna skilað 26-34 millj­örðum króna.

Millj­arðar í at­vinnu­lóðir
Þá er gert ráð fyr­ir at­vinnu­hús­næði fyr­ir 5.000 starfs­menn. Miðað við að 20 fer­metr­ar verði byggðir á hvern starfs­mann, og fer­metra­verðið sé 50-60 þúsund, gæti sala þeirra lóða skilað 5-6 millj­örðum. Við það bæt­ast gatna­gerðar­gjöld.

Sam­an­lagt gæti lóðasal­an því skilað allt að 40 millj­örðum. End­an­legt skipu­lag ligg­ur ekki fyr­ir og gæti sú upp­hæð hækkað ef til dæm­is íbúðum verður fjölgað.

Tekj­un­um á að ráðstafa í þágu sam­gangna, þar með talið borg­ar­línu.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is