Home Fréttir Í fréttum Veggjalús óvinsæll en algengur gestur

Veggjalús óvinsæll en algengur gestur

75
0
Þessar veggjalýs fundust á rúmgafli ungrar stúlku í byrjun árs. – RÚV grafík

Veggjalús er orðin mjög algeng hér á landi. Meindýraeyðir fer sífellt oftar í heimahús að eitra fyrir lúsinni sem skríður upp í rúm til fólks á nótunni til að nærast.

<>

Fæstir vilja fá veggjalýs í heimsókn en þær eru meðal hvimleiðustu skordýra sem komast inn á heimilið. Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir segist ekki hafa undan að eitra. Tilfelli hafi komið upp í öllum landshlutum að Vestfjörðum undanskildum.

„Þetta voru svona eitt til þrjú skipti á viku fyrir ári síðan en í síðustu viku voru sjö,“ segir Steinar.

Flest útköllin eru á gististaði en lúsin verður sífellt algengari í heimahúsum. Hún nærist eingöngu á blóði og heldur sig jafnan nærri svefnstöðum. Steinar segir aukin ferðalög vera ástæðu fyrir því sem hann kallar veggjalúsafaraldur. Erfitt er að koma í veg fyrir að lúsin berist inn á heimili en gott er að hafa nokkur atriði í huga þegar fólk er á ferðalagi.

„Aldrei að setja tösku upp í rúm á hótelum og helst ekki þar sem farangursstandurinn er. Lúsin getur leynst þar líka. Settu töskuna bara inn á bað eða í sturtuna og vertu taugaveikluð fyrstu eina tvær næturnar,“ bætir Steinar við.

Steinar Smári Guðbergsson meindýraeyðir.
RÚV

 

Finnast víða
Hreinlæti hefur ekkert að segja til um hvort veggjalúsin geri sig heimakæra. Þær geta leynst í glufum í tréverki, rúmgöflum, niður með rúmdýnum, í fellingum meðfram saumum, undir gólflistum, á bak við myndir og annað á veggjum.

Á nóttunni skríða þær svo úr fylgsnum sínum yfir í rúmið till okkar til að nærast. Steinar segist hafa séð afar slæm tilfelli hérlendis. Eitt þeirra var á hótel fyrir stuttu síðan.

„Við lyftum upp rúmbotninum og töldum í fljótu bragði undir rúminu og á rúminu sjálfu, 400-500 stykki. Við sáum náttúrulega alls ekki allt. Það voru líka helling af dauðum lýsum á gólfinu. Það var svollítið mikið.“

Geta lifað í meira en ár án fæðu
Veggjalýs eru seigar og geta lifað í þónokkurn tíma án fæðu. Tíminn veltur meðal annars á aldri en eldri veggjalýs geta komist af í allt að 18 mánuði án þess að fá blóð.

Heimild: Ruv.is