Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellis­heiðar­virkjun

Fram­kvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellis­heiðar­virkjun

102
0
Núverandi flutningslagnir þar sem þær liggja til norðurs í steyptan stokk undir Suðurlandsveg. Nýja lögnin verður lögð vestan við þær í sama stokk (hvítskyggt svæði). ON/MANNVIT

Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun.

<>

Í tilkynningu segir að jafnframt sé gert ráð fyrir þeim möguleika til framtíðar að tengja borholur sem verða boraðar síðar.

Þar segir ennfremur að Orka náttúrunnar hafi hefur samið við Héðinn hf. um þessar gerð framkvæmdanna, sem fela í sér alla nauðsynlega jarðvinnu, pípulagnavinnu, raflagnavinnu og byggingarvinnu.

„Nýja veitulögnin, Hverahlíðarlögn II, mun liggja við hlið fyrirliggjandi skiljuvatns- og gufuaðveitulagna frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar. Hún mun að mestu vera lögð ofanjarðar en einnig í fyrirliggjandi steypta stokka í gegnum ás sunnan þjóðvegar og undir Suðurlandsveg.

Framkvæmdin verður að mestu á þegar röskuðum svæðum en heildarlengd nýrra vegslóða verður um 1,8 km. Áætlað flatarmál óraskaðra svæða sem munu raskast vegna framkvæmdarinnar er 10.800 fermetrar sunnan Suðurlandsvegar og 5.400 fermetrar norðan vegar. Áhersla verður lögð á góðan frágang og endurheimt raskaðra svæða.

Hverahlíðarlögn II verður, líkt og núverandi gufuaðveituæð, einn metri að þvermáli og á steyptum undirstöðum,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Rögnvaldi Einarssyni, framkvæmdastjóra Héðins, að fimmtán metra löng rör verði notuð í lögnina, en það geri um þrjú hundruð stykki af þessum stóru rörum.

„Hver samskeyti eru hringsoðin á staðnum sem þýðir að okkar fólk verður búið að sjóða um það bill einn kílómetra í verklok,“ segir Rögnvaldur.

Heimild: Visir.is