Home Fréttir Í fréttum Hús íslenskunnar kostaði 7,5 milljarða

Hús íslenskunnar kostaði 7,5 milljarða

145
0
Ljósmynd: Árni Sæberg

Endanlegur heildarkostnaður við byggingu Eddu, húss íslenskunnar, nam rétt rúmlega 7,5 milljörðum króna en upphafleg kostnaðaráætlun var upp á 6,2 milljarða.

<>

ndanlegur heildarkostnaður við byggingu Eddu, húss íslenskunnar sem opnað var fyrir almenningi í lok apríl, nam rétt rúmlega 7,5 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í svari FSRE við fyrirspurn Viðskiptablaðsins. Árið 2019, er samningar um byggingu hússins voru undirritaður, var greint frá því að heildarkostnaðaráætlun verksins næmi 6,2 milljörðum króna.

Í svari FSRE er bent á að Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hafi gefið út nýja áætlun í byrjun árs 2020 þar sem reiknað var með að bygging hússins myndi kosta 6,8 milljarða. Þá segir jafnframt að reiknaðar verðbætur á tímabilinu hafi numið 700 milljónum króna og kostnaður vegna tafa 120 milljónum króna. Væntur heildarkostnaður með tafarkostnaði og verðlagsbreytingum hafi því numið 7.620 milljónum króna en endanlegur heildarkostnaður nam 7.537 milljónum króna. Heildarkostnaður við byggingu hússins hafi því verið 98,9% á áætlun frá 2019 á verðlagi dagsins í dag.

FSRE bendir á að á tíma framkvæmdanna, árunum 2019-2023, hafi byggingarvísitala hækkað um 29%, langt umfram það sem reiknað hafði verið með. Verktíminn hafi þá lengst um sjö mánuði vegna ytri áhrifaþátta, þá aðallega Covid-19 faraldursins og stríðsins í Úkraínu.

Heimild:Vb.is