Home Fréttir Í fréttum Landeldi undirbúið á umfangsmiklu athafnasvæði

Landeldi undirbúið á umfangsmiklu athafnasvæði

249
0
Framkvæmdin er sú mesta í Vestmannaeyjum í langan tíma. mbl.is/GSH

Fjöldi starfs­manna með jarðvinnu­tæki og bíla er að störf­um á at­hafna­svæði land­eld­is­stöðvar Icelandic Land Far­med Salmon (ILFS) í Viðlaga­fjöru í Vest­manna­eyj­um. Verið er að und­ir­búa lóðina und­ir bygg­ingu eldiskera og til­heyr­andi húsa. Eins og sést á mynd­inni er at­hafna­svæðið um­fangs­mikið enda fram­kvæmd­in sú mesta í Eyj­um í lang­an tíma.

<>

Fyrsta skóflu­stung­an að stöðinni var tek­in um miðjan ág­úst í fyrra. Gert er ráð fyr­ir að í full­byggðri stöð verði 21 eldisker, hvert um sig 27 metr­ar að þver­máli og 15 metr­ar að hæð, auk níu minni kera. Þá verður reist 3.300 fer­metra þjón­ustu­bygg­ing auk smærri mann­virkja.

Upp­bygg­ing­in fer fram í áföng­um. Í fyrsta áfanga er fyr­ir­hugað að fram­leiða fimm þúsund tonn af laxi á ári. Gert er ráð fyr­ir að fyrstu seiðin fari í eldi haustið 2024 og að slátrun á full­vöxn­um laxi hefj­ist und­ir lok árs 2025. Áætlaður kostnaður við þenn­an áfanga er 25 millj­arðar og þrír millj­arðar að auki við seiðastöð.

Heimild: Mbl.is