Home Fréttir Í fréttum Stefnir í 4.360 íbúða gat á þriggja ára tímabili

Stefnir í 4.360 íbúða gat á þriggja ára tímabili

113
0
Miðað við hraða íbúðaframkvæmda þessi misserin má gera ráð fyrir að vöntun verði upp á 4.360 íbúðir yfir þriggja ára tímabil. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyr­ir að á næstu þrem­ur árum verði full­kláraðar íbúðir sem fari á markað 4.360 færri en áætluð þörf sem er á hús­næðismarkaði. Mun þetta skapa til­heyr­andi ójafn­vægi á milli fjölda full­bú­inna íbúða og áætlaðrar þarfar.  Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri grein­ingu Sam­taka iðnaðar­ins á hús­næðismarkaðinum, en hún bygg­ir að miklu leyti á töl­um frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un um fjölda íbúða í bygg­ingu.

<>

Sam­kvæmt spá HMS er gert ráð fyr­ir að á þessu ári komi sam­tals 2.800 full­kláraðar íbúðir á markaðinn. Til sam­an­b­urðar komu um 3.800 full­kláraðar íbúðir inn á markaðinn árið 2020, en þeim fækkaði svo í um 3.200 árið 2021 og voru svo um 2.800 á síðasta ári. Það er því ekki nein fjölg­un á nýj­um íbúðum, held­ur hef­ur þró­un­in verið niður á við.

Spá enn frek­ari sam­drætti árin 2025 og 2026

Þegar horft er lengra fram í tím­ann ger­ir HMS ráð fyr­ir 2.800 íbúðum einnig árið 2024, en að árið 2025 og 2026 verði þær ekki nema um 2.000 fyr­ir hvort árið.

Þarfagrein­ing HMS og hús­næðisáætl­un­ar sveit­ar­fé­laga ger­ir hins veg­ar ráð fyr­ir því að það þurfi um 4.000 full­bún­ar íbúðir í ár sem og næstu tvö ár þar á eft­ir.

Upp­safnað gat upp á 4.360 íbúðir

Fyr­ir árin 2023-2025 þýðir þetta mis­ræmi á væntu fram­boði nýrra eigna og þörf markaðar­ins að sam­tals muni verða skort­ur upp á 4.360 íbúðir á þess­um þrem­ur árum, að því er seg­ir í grein­ingu SI.

Þá er bent á að sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu HMS á íbúðum í bygg­ingu séu nú 1.700 íbúðir á fram­kvæmda­stig­um 1,2 og 4 sem voru einnig á þeim stig­um í sept­em­ber. Seg­ir í grein­ing­unni að þetta bendi til þess að fram­kvæmd­ir á fyrri bygg­ing­arstig­um séu að stöðvast vegna hækk­andi vaxta og hækk­andi bygg­ing­ar­kostnaðar.

Ólík­legt að mark­mið stjórn­valda ná­ist

Er jafn­framt vísað í mark­mið stjórn­valda um að 35 þúsund nýj­ar full­bún­ar íbúðir verði reist­ar á tíma­bil­inu 2023-2032, en SI tel­ur ólík­legt að það mark­mið ná­ist nema að stjórn­völd beiti sér og grípi á ákveðinn hátt inn í málið.

Leggja sam­tök­in fram nokkr­ar til­lög­ur að aðgerðum sem þau telja að ráðast verði í. Fyrst ber þar að nefna að þau telja að rík­is­valdið eigi að end­ur­skoða áformaða lækk­un end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts vegna fast­eigna­fram­kvæmda. Þá þurfi jafn­framt að gera hlut­deild­ar­lán að raun­hæf­um kosti og setja meiri kraft í þá upp­bygg­ingu.

Sam­tök­in leggja einnig til að sveit­ar­fé­lög stór­auki fram­boð lóða og að þau end­ur­skoði fyr­ir­komu­lag við inn­heimtu gjalda áður en fram­kvæmd­ir hefj­ist. „Síðast en ekki síst þarf sam­stillt átak rík­is, sveit­ar­fé­laga, Seðlabank­ans og aðila vinnu­markaðar­ins til að ná niður verðbólgu og verðbólgu­vænt­ing­um en með því skap­ast grund­völl­ur fyr­ir lægri vöxt­um,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Heimild: Mbl.is