Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Ístak hf. vinnur að styttingu Hringvegarins við Hornafjarðarfljót

Ístak hf. vinnur að styttingu Hringvegarins við Hornafjarðarfljót

347
0
Mynd: Ístak hf.

Framkvæmdin er í sveitarfélaginu Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu. Verkið felst í styttingu Hringvegarins um 12 km með gerð vegar er kemur til með að liggja yfir Hornafjörð norðanverðan.

<>

Verkinu er skipt í fimm verkhluta. Verkhluti 8.01 felst í nýlögn Hringvegar (1) frá stöð 0 rétt vestan Hólmsvegar (9822) að stöð 18760 vestan Dynjandisvegar (9721) ásamt tengivegum og tengingum. Í verkhluta 8.02 felst smíði 52 m langrar brúar á Djúpá, í verkhluta 8.03 felst smíði 250 m langrar brúar á Hornafjarðarfljót, í verkhluta 8.04 felst smíði 114 m langrar brúar á Hoffellsá, í verkhluta 8.05 felst smíði 52 m langrar brúar á Bergá.

Mynd: Ístak hf.

Það er góður gangur í verkinu eftir mikinn frost vetur og tala heimamenn um að þeir muni ekki eftir svona miklum frosthörkum í langan tíma. Því fylgdi síðan mikið vatnsveður með roki og seinna sandfoki.

Áherslan hjá Ístak þessa dagana er að fylla í veginn til austurs svo hægt sé að komast að Hoffellsá. Búið er að fylla farglag á Djúpá og gera tengiveginn milli nýja þjóðvegar 1 og gamla þjóðvegar 1. Verið er að bíða eftir sigi í brúarstæði Hornafjarðaráar og eitt lag eftir þar.

Mynd: Ístak hf.

Þá er verið að vinna í farglagi í Bergá en það þarf á að standa í eitt ár, hinar styttra. Það er mikið af sigplötum sem þarf að setja niður og mæla reglulega. Verkstæðis skemma er að verða klár og verður það mikill munur fyrir starfsmenn, en það hefur truflað þjónustu við tækin að stundum er svo mikið sandfok að ekki er óhætt að opna viðkvæma hluti tækja.

Mynd: Ístak hf.

Við höfum náð að fylla um 70.000 m3 núna í maí. Við notum stórvirk tæki við framkvæmdina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Brúarvinna hefst í haust þegar sigtími er liðinn. Verkkaupi er Vegagerðin.

Heimild: Facebooksíða Ístaks hf.