Home Í fréttum Niðurstöður útboða Þjótandi bauð lægst í jarðvinnu við grunnskólann á Hellu

Þjótandi bauð lægst í jarðvinnu við grunnskólann á Hellu

234
0
Hella. Ljósmynd/Rangárþing ytra

Það voru heimamenn í Þjótanda ehf sem áttu lægsta tilboðið í jarðvinnu fyrir 2. áfanga viðbyggingar við Grunnskólann á Hellu en tilboð voru opnuð í síðustu viku.

<>

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á 76,4 milljónir króna og var 9% yfir kostnaðaráætlun Rangárþings ytra, sem er rétt rúmar 70 milljónir króna.

Tvö önnur verktakafyrirtæki buðu í verkið, Mjölnir vörubílstjórafélag bauð 83,7 milljónir króna og Aðalleið ehf 93,3 milljónir króna.

Verkið felst i færslu á tveim stakstæðum kennslustofum og ásamt jarðvegsskiptum undir nýbyggingu, grunnlögnum og fyllingu inní og utan með sökklum.

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti á síðasta fundi sínum að taka tilboði Þjótanda.

Verklok flutninga og jarðvegsskipta eru seinnipart ágústmánaðar og fylling og lagnir í grunn um miðjan október næstkomandi.

Heimild: Sunnlenska.is