Home Fréttir Í fréttum 12.07.2023 Bygging og útleiga húsnæðis fyrir heilsugæslu í Innri Njarðvík – forval

12.07.2023 Bygging og útleiga húsnæðis fyrir heilsugæslu í Innri Njarðvík – forval

141
0
Reykjanesbær

Bygging og útleiga húsnæðis fyrir heilsugæslu í Innri Njarðvík sem hluti af opinberu einkasamstarfi (PPP) (Developing healthcare center in Innri Njarðvík as part of a Public-Private Partnership (PPP))

<>

Ríkiskaup, fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseignir (FSRE) kt. 5103912259 og Heilbrigðisráðuneytið kt. 521218- 0530, (hér eftir nefndur verkkaupi), auglýsir eftir umsóknum tilvonandi leigusala um þátttökurétt í lokuðu útboði á fullnaðarhönnun, byggingu og útleigu á heilsugæslu í Innri Njarðvík.

Hér er um að ræða forval, þar sem allir hæfir aðilar skv. kröfum forvals fá að taka þátt í útboðinu. Leitað er að aðilum, sem geta tekið að sér að hanna og byggja heilsugæslu á einni hæð og leigja til FSRE til 25 ára skv. útboðsgögnum.

Áætluð húsrýmisþörf er 1.640 m2 (BR).

Allar nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.

Útboðsgögn afhent: 06.06.2023 kl. 00:00
Skilafrestur 12.07.2023 kl. 12:00
Opnun tilboða: 12.07.2023 kl. 13:00

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaup.

Previous articleÞjótandi bauð lægst í jarðvinnu við grunnskólann á Hellu
Next articleVinningstillaga að nýrri fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka