Home Fréttir Í fréttum Al­þjóð­legur ráð­gjafarisi kaupir verk­fræði­stofuna Mann­vit

Al­þjóð­legur ráð­gjafarisi kaupir verk­fræði­stofuna Mann­vit

121
0
Örn Guðmundsson, fjármálastjóri Mannvits. MANNVIT

Alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið COWI hefur náð samkomulagi við Mannvit um kaup á fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannvit.

<>

Í tilkynningunni segir að kaupin muni ganga í gegn í dag. Þá kemur fram að frá og með 1. Janúar 2024 verði nafn Mannvit verði breytt í COWI og að þá muni fyrirtækið að fullu starfa undir því merki. Fram að þeim tíma starfi Mannvit undir eigin nafni og vörumerki.

Jens Højgaard Christoffersen, forstjóri COWI Group.
COWI GROUP

COWI er eitt af leiðandi fyrirtækjum norðurlandanna á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs. Fyrirtækið er með starfsemi í yfir 35 löndum og hjá því starfa um 7.500 einstaklingar. En starfsmannafjöldi Mannvit er 280 sem stendur.

Heimild: Visir.is