Home Fréttir Í fréttum Byggingar látnar standa ókláraðar

Byggingar látnar standa ókláraðar

263
0
Mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon

Elm­ar Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri lána­sviðs HMS seg­ir að vís­bend­ing­ar séu uppi um að verk­tak­ar bíði með að klára þær eign­ir sem eru í bygg­ingu. Bygg­ing­ar séu látn­ar bíða á bygg­ing­arstigi fjög­ur eða eft­ir að þær eru orðnar fok­held­ar.

<>

Ástæðan ligg­ur í því hve láns­fjár­magn er orðið dýrt og því veigri marg­ir sér við því að sækja sér fjár­mögn­un í að klára bygg­ing­arn­ar. Ofan á það bæt­ist minnk­andi sala á eign­um vegna þess hve erfiðlega kaup­end­um geng­ur að fjár­magna fast­eigna­kaup. Bæði vegna hækk­andi vaxta­stigs en einnig vegna stífra lána­reglna sem Seðlabank­inn hef­ur sett.

Þetta er meðal þess sem kom fram í kynn­ingu sem Elm­ar hélt í til­efni af því að nýtt fast­eigna­mat fyr­ir árið 2024 var kynnt í húsa­kynn­um Hús­næðis og mann­virkja­stofn­un­ar í dag.

Elm­ar Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri lána­sviðs HMS.

Bygg­ir á sam­töl­um við bygg­ing­araðila
„Þetta bygg­ir á þeim sam­töl­um sem við eig­um við bygg­ing­araðila. Þeir hafa áhyggj­ur vegna þeirra aðgerða sem gripið hef­ur verið til. Hækk­andi vaxta og þeirri óvissu sem því fylg­ir henni,“ seg­ir Elm­ar. Seg­ir hann stór­an hluta fjár­mögn­un­ar eft­ir þegar hús­in eru orðin fok­held. „Þeir (bygg­ing­araðilar) hafa kannski nýtt stærst­an hluta eig­in fjárs í að koma sér á þenn­an stað,“ seg­ir Elm­ar.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi grafi eru flest­ar eign­ir á fyrri bygg­ing­arstig­um. Mest­ur vöxt­ur hef­ur orðið á bygg­ing­arstigi 3 og 4. en bygg­ing­arstig 4 gef­ur til kynna að hús­næði sé fok­helt og get­ur því staðið án þess að skemm­ast um nokkra hríð.

„Þegar komið er á þetta stig er stór hluti fjár­mögn­un­ar verk­taka eft­ir þegar hús­in eru orðin fok­held. Þeir hafa kannski nýtt stærst­an hluta eig­in fés í að koma sér á þenn­an stað. Því staldra marg­ir við þegar kem­ur að frek­ari kostnaði sem fylg­ir lán­töku,“ seg­ir Elm­ar.

Nýj­ar eign­ir verði enn dýr­ari
Spurður seg­ir hann að gera megi ráð fyr­ir því að nýj­ar íbúðir verði enn dýr­ari en þær hafa verið hingað til. Það gefi auga leið að ef fjár­mögn­un er dýr­ari þá fari það út í kostnaðar­verðið. „Það er óhjá­kvæmi­legt að það muni enda hjá neyt­end­anna að lok­um,“ seg­ir Elm­ar.

Þá kom fram að þörf er á 3.500-4.000 íbúðum á ári til að anna fyr­ir­sjá­an­legri eft­ir­spurn á markaði næstu fimm árin. Það sem af er ári hafa 1.184 íbúðir verið tekn­ar í notk­un.

Heimild: Mbl.is