Maímánuður hefur verið hagstæður í uppsteypunni og verkið gengið vel áfram.
„Uppsteypa meðferðarkjarna gengur vel, þó svo að í kringum páskahátíðina var nokkuð skert framleiðsla á svæðinu, þar sem flestir voru í verðskulduðu fríi.
Vinna við efstu hæð stangar tvö er hafin, en helstu verkþættir við uppsteypuna eru sem fyrr við mótauppslátt, járnabendingu, eftirspennu og uppsetningu stálvirkis. Góður gangur hefur verið í uppsetningu stálvirkis í millibyggingum og meðfram því í uppsteypu millibygginganna.
Vinna við tengiganga er í fullum gangi og við bílastæða- og tæknihús, þar sem steyptur var síðasti áfangi botnplötunnar í byrjun maí.
Næst á dagskrá í framkvæmdum á svæðinu er uppsteypa bílakjallara austan við síhækkandi meðferðarkjarna,“ segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.
Heimild: NLSH ohf.