Home Fréttir Í fréttum Áformað er að hverfi 600 íbúða rísi á Hlíðarenda

Áformað er að hverfi 600 íbúða rísi á Hlíðarenda

104
0
Fyrirhuguð byggð Valsmanna á Hlíðarenda.

Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar, og eiga framkvæmdir að hefjast á mánudag. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóra Valsmanna hf., í fréttum Stöðvar 2.

<>

Fulltrúar Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Vals og Valsmanna hf. rituðu undir verksamninga við GT-verktaka um lagningu framkvæmdavegar að Hlíðarenda og sköpun vinnuaðstöðu. Byrjað verður á því á mánudag að girða vinnusvæðið af í öryggisskyni. En þýðir þetta að ekki verður aftur snúið með Hlíðarendabyggð?

„Ég get ekki séð að það verði aftur snúið,“ svarar Brynjar og bendir á að fyrir liggi samþykkt deiliskipulag fyrir flugvöllinn og fyrir Hlíðarendasvæðið, sem Skipulagsstofnun hafi staðfest og birt hafi verið í Stjórnartíðindum. „Þannig að ég sé ekki hvernig á að hætta við þetta í miðri á.“

Áformað er að hverfi 600 íbúða rísi á Hlíðarenda. Brynjar segir stefnt að því að sjálfar byggingarframkvæmdirnar hefjist í haust. Byggingarnefndarteikningar séu nú til umfjöllunar hjá byggingarfulltrúa og býst Brynjar við að þær verði samþykktar í næstu viku.

Forsenda deiliskipulagsins er að minnsta flugbrautin víki, braut 06/24, norðaustur-suðvesturbraut vallarins. Undirskrift verksamninganna í dag bendir til þess að borgaryfirvöld séu staðráðin í að láta þau áform ná fram að ganga.

Brynjar vill taka skýrt fram að þessar framkvæmdir á Hlíðarenda þýði ekki endalok flugvallarins. Það sé grátlegur misskilningur. Þær þýða hins vegar að minnsta flugbrautin mun ekki nýtast til lendinga í hvössum suðvestanáttum frá og með haustinu, eftir að byggingarframkvæmdir verða hafnar.

Kröfur hafa komið fram opinberlega um að ríkisvaldið grípi í taumana en Brynjar bendir á að miklar fjárhagsskuldbindingar hvíli á Valsmönnum.

„Þær nema milljörðum. Og einhver verður þá að taka þá ábyrgð, – að bera ábyrgð á þeim skuldbindingum.“

Heimild: Vísir.is