Home Fréttir Í fréttum Kópavogsbær búinn að rifta

Kópavogsbær búinn að rifta

286
0
Mynd: RÚV – Andri Yrkill Valsson

Búið er að rifta samningi Kópavogsbæjar við ítalskt verktakafyrirtæki um Kársnesskóla. Staðan skýrist eftir úttekt í vikunni og hvort bjóða þurfi verkið út á ný. Viðræður standa yfir við undirverktaka um að ljúka verkinu.

<>

Kárnesskóli var rifinn vegna myglu og ákveðið að byggja nýjan. Eftir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu var gengið til samninga við ítalska verktakafyrirtækið Rizzani de Eccher. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsvæ komu fram gallar á unnu verki verktakans sem hafi ekki sinnt fullnægjandi úrbótum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Morgunblaðið greindi frá því að myglusveppur hefði greinst í nýbyggingunni og að nýir gluggar hafi lekið.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. maí heimild til að rifta samningnum við verktakann og það hefur nú verið gert, að sögn Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra.

„Já, samningum var rift daginn eftir að bæjarstjórn veitti heimild til riftunar.“

Þýðir það að þið eruð algjörlega laus við þá eða verða einhver eftirmál af því?

„Nú er næsta verk að stöðuúttekt verður gerð á framkvæmdum og ástandi byggingarinnar og í framhaldinu erum við að kortleggja hvernig við klárum verkefnið og erum í samtali við ýmsa verktaka hvað það varðar. Væntingar okkar eru að við náum að klára verkið sumarið 2024.“

Ásdís segir það eigi eftir að kortleggja hvort bjóða þurfi verkið út aftur, þessi mál skýrist að lokinni stöðuúttekt. Hún segir ekki liggja fyrir á þessari stundu hvort og þá hver viðbótarkostnaður verður vegna málsins. Aðspurð hvort ítalska fyrirtækið höfði mál vegna riftunarinnar og krefjist bóta segir hún það ekki liggja fyrir.

„En það er hins vegar mikilvægt að hafa í huga að þetta er auðvitað neyðarúrræði sem við gripum til vegna alvarlegra vanefnda verktakans. Það er auðvitað krafa Kópavogsbæjar að við sjáum hér skóla rísa sem uppfyllir allar þær kröfur og þau gæðaviðmið sem við höfum verið skýr með frá upphafi. Þess vegna erum við að beita þessu úrræði.“

Heimild: Ruv.is